Morgunn - 01.12.1926, Qupperneq 46
MORGUNN
15«
ing á það, er nú er að gerast, hrópar til veraldarinnar á þess-
ari efnishyggjuöld. Sýnið, að þér séuð vaxnir því að nota
tækifærin, sem nú bjóðast. Nú er miklu hugsunarafli beitt að
því meðal himneskra iielgivalda að finna upp ráð og reyna
að brjótast í gegn til jarðarinnar með guðlegan boðskap við-
víkjandi lífinu, sem tekur við eftir líkamsdauðann.
Framþróunin er stöðug framstigning, frá hinu andlega.
til liins vitsmunalega og frá hinu vitsmunalega til liins and-
lega. Fyrst dýrið, þá maðurinn, því næst engillinn. Engileðlið
hér fellir þann dóm, að það sé skylda þess, að fræða þá, er
enn starfa holdi klæddir, um hinar afar-mikilvægu staðreyndir
viðvíkjandi því lífi, sem tekur við þegar eftir dauða efnis-
líkamans.
Takmark mannkynsins er að verða englar, og manneðlið'
hjá hverjum einum verður að gera oss hæfa til þess. Af því
stafa tilraunirnar, sein nú er verið að gera til þess að vinna
bug á sljóleik og hirðuleysi og u]iplýsa fáfróða menn á jörðu
um næsta lífið. Þetta litla rit er svolítið framlag frá lítilmót-
legum einstakling til þess að vinna að því takmarki."
Litlu áður í bókinni er minst á Pál postula og mint á,.
hvernig hann geti enn orðið prestunum til fyrirmyndar. Þar
segir svo:
,,Og nú vil eg láta í ljósi einlæga aðdáun mína á Páli post-
ula. Ilann var meiri maður en svo, að hann léti gamlar játn-
ingar. gamlar kenningar og trúarsetningar og algengar trúar-
hugmyndir fjötra sig. Hann hætti lífi sínu og lagði hugrakkur-
Út í andlega leit sína upp á eigin spýtur. Uppgötvanir hans og
reynsla á hinum takmarkalausu sviðum andans voru undrun-
arverðar. Eg ann honum fyrir trúarþorið, fyrir hið stórkost-
lega traust á sjálfum sér í hinni andlegu glæfraför, og mér
þótti gaman að lesa hið mikla kvæði Myers’ um þennan mann,
sem mestur var allra postulanna. Hvílíkt dæmi gefur hann
trúarleiðtogunum á vorum dögum, sem allir eru tjóðraðir,
ánetjaðir og bundnir við ónýta trúarlærdóma, úreltar og ó-
verjandi trúarjátningar og guðfræðilegar hugmyndir miðald-
anna. f nafni sannleikans, hreinskilninnar og Guðs, hví geta