Morgunn - 01.12.1926, Page 47
MORtíUNN
157
þeir ekki reynt að líkjast fyrirmyndar-hugarfari Páls í leit-
inni að andlegum sannleika og staðið á eigin íotum og bætt
eigin reynslu og uppgötvunum á svæði andans við það, sem
mönnum er þegar kunnugt um f Huglausir dauðlegir menn eru
leiðtogar mannkynsins í lcristnum trúarefnum.
Með því að eg liefi ávalt verið, og er enn, hlífðarlaus í
aðfinningum mínum við klerkana, þá langar mig til að kann-
ast við, að eg geymi þeim lilýjan afkima í hjarta mínu. Og
það af þessum ástæðum. Engin stétt manna nema þeir einir
hefir ávalt varið þrenn mikilvæg grundvallar-sannindi: Guð,
andlegan heim og upprisu dauðra. Hvað liið ástkæra England
hefði orðið án vitnisburðar þeirra um þessi eilífu sannindi,
er erfitt að gera sér í hugarlund. í veröld klúrrar efnishyggju,
með tvíbura hennar — sem jafnvel er enn meira böl — rudda-
legri skynsemisdýrkun, liafa þeir sem stétt boðað drottinvald
hins andlega og veruleik hins ósýnilega heims. En það er skiln-
ingur þeirra á þessum gífurlega merkilegu efnum, kenningar
þeirra um þau og kvrstæðir og lokaðir hugir þeirra, sem eg
deili á.“
III.
Ritstjórnargrein um hirkjuna og sálarrannsóknirnar.
Getið hefir verið um mann í ,,Morgni“, er Harry Price
heitir. Iíann er lærður maður og rithöfundur, en einkum
kunnur fyrir sjónhverfingalist. Var hann fyrir skömmu for-
maður sjónhveri'ingafélagsins í London. Hann ofsótti áður
miðla og reyndi að sanna á þá svik. En nú er hann orðinn
sannfærður um raunveruleik fyrirbrigðanna og er einhver
einlægasti stuðningsmaður málsins og ber nú niður þá firru,
að unt sé að líkja eftir sönnum dulrænum fyrirbrigðum með
sjónhverfingum.
Ilann hefir nú um eitthvað tveggja ára skeið verið fastur
starfsmaður Ameríska Sálarrannsóknafélagsins og haft það
hlutverk að kynna sjer og rita um hið merkasta, er gerist í
sálarrannsóknum í öðrum löndum. í júlíhefti mánaðarrits þess
félags (The Journal of the A. S. P. R.) prentar hann upp rit-