Morgunn - 01.12.1926, Page 51
MORGUNN
161
Þekking nýlátinna manna.
Eftir síra G. V a 1 e O w e n.
Or bók hans „Facts and the Future Life“.
Ai öllum þeim spurningum, er þeir menn hafa vakið, sem
Att hafa bréfaviðskifti við mig um sálræn efni, eru þær víð-
tækastar, er lúta að hinni trúarlegu lilið málsins. Eg hefi
fengið þúsundir bréfa frá öllum fimm heimsálfunum. Þau
hafa komið frá Kanada, Indlandi og Ceylon, Frakklandi,
Egiptalandi, Bandaríkjunum, Czecho-Slovakiu, Ástralíu, Nýja-
Sjálandi og Suðurhafseyjum. Þau hafa verið rituð af Gyð-
ingum, enskum liákirkjumönnum, Ilindúum, ~Wesley-sinnum,
Múhamedstrúarmönnum, rómversk-katólskum og fjelögum ann-
ara kirkjudeilda með furðulegum nöfnum og enn furðulegri
kenningum. Og þráðurinn, sem sameiginlegur er þeim öllum,
er spurningarnar um möguleikana á því að ná skeytum frá
andaheiminum og hver áhrif slík slieyti mundu liafa á þau
sjerstöku trúarkerfi, er brjefritarinn hallast að. Eg liefi þegar
rætt fyrri spurninguna í bók þessari, en verð að bæta nokk-
uru við um þá síðari.
Staða Krists.
Prestur ritar mér og kvartar undan því um andahyggju-
menn nútímans, að þeir hafi liafið árás á kristindóminn.
Eg var eitt sinn spurður að því á samlcomu, þar sem eg
flutti ræðu, hvernig eg teldi á því standa, að svo margir
kristnir menn smánuðu andahyggjuna. Eg svaraði: „Mér finst
ástæðan liggja í augum uppi; hún er sú, að þeir eru ekki veru-
lega kristnir menn.“ Prestinum, er ritaði mér bréfið, svara eg
á sömu lund, en sný svarinu við: „Sérliver andahyggjumaður,
sem ófrægir kristindóminn, er ekld sannur andahyggjumaður."
En það er annað vandamál í bréfi þessu, sem orðað er á
þessa leið : „Eg get ekki verið yður sammála um það, að kirkjan
hafi litið of smáum augum á stöðu drottins vors í hinum himn-
n