Morgunn - 01.12.1926, Qupperneq 62
172
MORGUNN
Þetta fyrirbrigði er nefnt „líkamning“, og hefir oft verið at-
hugað. Andlegi líkaminn (1. Kor. XY.) getur klætt sig í efnið'
um stundarsakir, og þegar hann er kominn í þann hjúp, getur
hann gengið og talað að hætti jarðneskra manna, og samt
varpað þessum hjúp af sér og horfið á svipstundu, eins og
Kristur gerði. Þetta sagði presturinn, að oft hefði verið at-
hugað af nútíðarmönnum. Sem sönnun fyrir þessari staðliæf-
ing sýndi presturinn ljósmynd af yndislegri líkamning, sent
stóð við hliðina á Sir William Crookes, hinum rnikla enska vís-
indamanni, er hafði athugað þessa líkömuðu veru árum sam-
an, ásamt nokkrum vinum sínum.
lílutrænar birtingar framliðinna manna sagði presturinn
að væru árangurinn af mismunandi stigum líkamninga. Þegar
líkamningin væri fullkomin, mætti fara höndum um hana, eins-
og hefði verið um líkama Krists. Þegar hún væri óþéttari, mætti
sjá hana með venjulegri sjón. Þegar hún væri enn minna efn-
iskend, næði venjuleg sjón eltki tökum á henni, en þeir menn
gætu séð hana, sem gæddir væru skygnigáfu, er spámennirnir
hefðu haft, Kristur, postularnir og margir menn, sem nú væru
á lífi; og þegar hún væri enn þynnri og ósýnileg augum allra
manna, þá gæti ljósmyndavélin samt náð henni, vegna þess að
ljósmyndaplatan gæti safnað saman ljósáhrifum, sem augað
gæti ekki. Þessar ljósmyndanir væru furðuleg og sannfærandi
tegund af sönnunum.
Þá sýndi presturinn á veggnum yndislega fagrar myndir
af því er Kristur birtist vinum sínum. Þar á eftir kom röð af
afarmerkilegum ljósmyndum, er tcknar höfðu verið af fram-
liðnum mönnum, sem dáið liöfðu á fáeinuin síðustu árunum.
Presturinn var sjálfur nákunnugur þeim máluin. Ein var af
tengdaföður hans, og hafði verið tekin undir ströngum sann-
anaskilvrðum. Aðra mynd sýndi hann af föðursystur sinni,
sem tekin hafði verið undir sams konar skilyrðum. Þriðja
myndin var af fullorðinni stúlku, sem aldrei hafði verið tekin
ljósmynd af, síðan er hún var barn. Iíún birtist á myndinni
alveg eins og hún hafði verið rétt fyrir andlátið, og fólk lienn-
ar var ekki í neinum vafa um það, að mvndin væri af henni.