Morgunn - 01.12.1926, Page 65
MORGUNN
175
Stuttu síðar fór lávarðsfrúin á fund hjá Mrs. Osborne Leonard,
sannanamiðlimmi lieimsfrœga. Þar kom þessi sonur lávarðar-
frúarinnar og sagði: „Hvernig líkar þér fuglinn ininn,
mammaf1 „Iivaða fugl?“ sagði hún. „Fuglinn, sem eg held
á í hendinni á ljósmyndinni“, svaraði sonur hennar. Nú var
ljósmyndin rannsökuð vandlega, og þá kom það í ljós, sem
enginn hafði séð áður, að höndin á myndinni hélt á íugli.
„Hér kom fram vitneskja“, sagði presturinn, „sem eng-
um jarðneskum manni var kunnugt um; hún kom frá öðrum
heimi, og hún var sönnuð með ljósmynd“. Þessi mynd var ein
þeirra, sem presturinn sýndi.
Þá kom presturinn að f jórða atriðinu: „Þekkjum vér hver
annan í öðrum heimi?“ og svaraði henni afdráttarlaust. „Já,“
sagði hann, „og það er mér fögnuður að geta fært yður ljós-
mynda-sannanir fyrir því‘ *. Hann sýndi þá mynd af Mr.
Jeffreys nokkurum frá Glasgow. Hjá myndinni af Jeffreys
sást mynd af konu hans framliðinni og sömuleiðis af fram-
liðinni prófessorskonu, sem dáið liafði sex vikum áður. Þess-
um fjölskvldum var presturinn kunnugur, og framliðnu kon-
umar liöfðu verið livor annari kunnugar, og nú sýndu þær sig
saman.
Presturinn vék þá aftur að ljósmyndinni, sem náðst hafði
af framliðnum tengdaföður hans. Á næstu plötu kom mynd
af framliðiimi systur tengdaföðurins, sem var þá nýlega dáin.
Áuðsjáanlega höfðu þau verið saman, þó að hún kæmist eklci að,
fyr en á seinni plötunni.
Að lokum sýndi presturinn mynd, er honum þótti óvenju-
lega dásamleg sönnun endurfundanna, enda fanst söfnuði
lians stórmikið um hana. Þegar tengdamóðir lians dó, í júlí
1921, var hún spurð, hvort hún ætlaði sér að koma aftur. „Nei,
eg kem aldrei aftur“, sagði konan. í síðastl. janúarmánuði
kom ljósmyndamiðillinn Hope frá Crewe til Weston, þar sem
presturinn á heima, og þá fengust stórmerkilegar ljósmyndir
undir ströngum rannsóknarskilyrðum. Til mikillar furðu fyrir
prestshjónin, kom mynd af móður prestkonunnar — ekki eins
og hún var, þegar hún dó, 84 ára gömul, heldur eins og hún