Morgunn - 01.12.1926, Page 67
MORGUNN
177
Einkennileg sálræn reynsla.
Margt hefir verið rœtt og ritað um samband lifandi manna
•og framliðinna; ekki liafa að eins menta- og vísindamenn látið
til sín lieyra um þetta efni, lieldur líka ómentaðir alþýðumenn.
Þó má ganga að því vísu, að margir af hinum síðartöldu þegi
og geymi með sjálfum sér sem helgidóma mikilsverðar opin-
beranir, sem þeim hafa gefist. Yeldur því bæði það, að þeir
eru ekki þeim vanda vaxnir að færa þær í letur, svo þeir geti
óliikað birt þær; og líka hitt, að þau áhrif, sem þeir verða
fyrir frá burtförnum ástvinum sínum, eru þeim svo lieilög,
að þeim finst ekki við eiga, að um þau sé talað sem hverja
aðra algenga og vanalega hluti. Enn fremur mun samband-
ið fvrir mörgum ekki svo skýrt og ákveðið, að hægt sé að
fullyrða, að það sé einmitt svo og svo; því að þegar um slík
mál er að ræða, vakir fyrir mönnum, og aldrei eins og þá, að
segja sannleikann og ekkert annað.
Það hefir um mörg ár verið umhugsunarefni mitt, hvort
eg ætti að reyna að gera það ltunnugt, sem eg af eigin reynslu
hefi að segja um vitranir (eða hvað eg á að nefna það) lát-
inna ástvina minna; að lokum varð sú niðurstaðan hjá mér,
að ekki sé rétt af mér að halda því leyndu.
Ein og ekki sízta ástæðan fyrir því, að eg ræð þetta af, er
sú, að eg hefi ekki hitt á það í því sem eg hefi lesið um þetta
efni eftir aðra, að sú vitneskja, sem þeim liefir borist úr öðr-
um heimi, hafi komið fram með sama liætti og hjá mér, og
hefi eg þó reynt eftir mætti að fylgjast með í þessu mikilvæga
málefni. Mér virðist sem áhrif vina minna látinna komi ætíð
úr vissri átt, úr suðvestri, lágt á lofti, og er það sama, hvar eg
er staddur, úti eða inni, og hvernig sem eg sný mér. En þeirra
gætir ekki nema að eins í náttmyrkri eða með lokuðum augum.
Þotta aðstreymi frá vinum mínum er óumræðilega sæluríkt;
til þess að njóta þess um bjartan dag verð eg að leggja augun
aftur; jafn-skjótt og eg opna þau hverfur sambandið.
12