Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 71
M0R6UNN
181
Sky^na konan í Helgárseli.
Hún heitir Sigurmunda Sigurmundsdóttir, er ekkja og býr
með börnum sínum, og var meðal þeirra manna, sem mig
langaði mest til að tala við í norðurferð minni í sumar.
Eg hafði heyrt svo mikið um hana talað, og af skygni hennar
látið. Ég gerði mér ferð til hennar frá Akureyri, fékk hinar
alúðlegustu viðtökur hjá henni og átti tal við hana eitt-
hvað á aðra klukkustund.
Halldór bóndi á Öngulsstöðum sýndi mér þá góðvild
og gestrisni að fylgja mér fram Garðsárdalinn að Helgárseli.
Leiðin er keldóttar vegleysur og illfær ókunnugum.
Fylgjur.
»Við komum ekki konunni á óvart«, sagði hann við
mig á leiðinni. Af langri reynslu var hann þess fullvís, að
hún mundi hafa séð fylgjurnar okkar, þegar við kæmum
þangað. Eina sögu sagði hann mér um það, hvað örðugt
væri að koma henni á óvart. Nokkrar kunningjakonur hennar
höfðu lagt af stað til þess að finna hana. En í för með
þeim hafði slegist kona, sem konan í Helgárseli hafði aldrei
séð. Hún var skilin eftir í hvarfi við bæinn. Þegar heim
að bænum kom, spurði húsfreyja þegar eftir gestinum, sem
með þeim væri. Þær könnuðust ekki við, að hafa verið
fleiri á ferðinni. En húsfreyja sagði, að þær þyrftu ekkert
að segja sér um það; með fylgjunum þeirra hefði verið
fylgja, sem hún hefði ekki séð áður.
Ég byrjaði á því að spyrja hana um fylgjurnar. Hún
kvaðst sjá þær hér um bil undantekningarlaust á undan
gestum. Oftast væru það menn, sem hún sæi þannig, en
miklu sjaldnar dýr.
Stundum segist hún sjá íylgjur manna, þegar þeir hugsi
til hennar, þó að þeir komi ekki. Hún kveðst hafa spurst
fyrir um þetta, þegar hún sér fylgjurnar, án þess nokkur