Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 74
184
MORGUNN
Svipir framlíðinna manna.
Loks spurði ég hana, hvort hún hefði ekki séð aðra
svipi framliðinna manna en þá, sem henni virtist vera fylgjur.
Hún játaði því. Og sama væri að segja um þá og
fylgjusvipina, að þeir væru misjafnlega ánægjulegir.. Ekki:
hefir hún heldur komist í neitt nánara samband við þá, enda
hefir hún aldrei gert neinar tilraunir og aldrei verið á
sálrænum tilraunafundi. Hún hefir orðið þess vör, að þessir
svipir hafa eitthvað viljað segja, en hefir ekki getað gert
sér þess grein, hvað það hefir verið.
Við guðsþjónustur sér hún mikinn fjölda af framliðnum
verum, æfinlega þegar messað er. En við sérstaklega hátíð-
legar guðsþjónustur, svo sem fermingar og altarisgöngurr
sér hún mjög fagrar og yndislegar verur, sem henni finnast
standa á æðra stigi en venjulegir framliðnir menn..
Ég þarf naumast að taka það tram, að ég get ekki.
tekið ábyrgð á áreiðanleik þessara sýna, né þeirri grein,.
sem konan gerir sér fyrir þeim. En ég sé enga ástæðu
til þess að véfengja áreiðanleik konunnar sjálfrar. Ég efast
ekki um, að það beri fyrir hana, sem hún skýrir frá. Sú
sannfæring mín styðst við vitnisburði allra þeirra manna,
sem ég átti tal við og bekkja konuna vel. Þeim kemur
ekki til hugar, að hún sé að setja saman neinar ósannar
kynjasögur. Og svo verða menn að hafa það hugfast, að
hún er ekki ein um slíkar sýnir. Um allan heim hefir fjöldii
manna sams konar sögur að segja af sinni reynslu.
E. H. K.