Morgunn - 01.12.1926, Side 75
MORGUNN
185
Margrét Thorlacíus í Oxnafelli.
Um þessa ungu stúlku hefir verið svo mikið talað um
land alt á síðustu árum, að óþarfi er að verja nokkru máli
til þess að kynna lesendum Morguns hana, enda var það
gert í þessu tímariti fyrir tveim árum.
Þegar við hjónin komum norður í Eyjafjörð í sumar,
fréttum við, að tilraunir væru gerðar til þess að breiða
það út, að trúnni á lækningar þær, sem taldar eru gerast
fyrir milligöngu M. Th., hafi farið mjög hnignandi. Þessar
staðhæfingar komu frá mönnum, sem eru þessum lækning-
um andvigir. Við sáum þess greinileg merki, að þessar
fullyrðingar eru ekki sem áreiðanlegastar. Þegar við kom-
um að Öxnafelli, lágu hjá henni 100 bréf, nýkomin, sem
hún hafði enn ekki fengið tíma til að lesa. Meðan við
stóðum við í Eyjafirðinum, bættust um 100 bréf við. í
öllum þessum bréfum voru tilmæli um lækningar.
Auk bréfanna eru símskeytin, þegar sjúklingum liggur
mikið á. Frá síðasta nýári til maímánaðar fékk hún að
jafnaði 45 skeyti á mánuði. Fyr eða síðar hefir engin skrá
verið haldin yfir þau.
Þá eru allir þeir menn, sem til hennar leita munnlega.
Hún fullyrti, að engu minna væri leitað úr Eyjafirði en
áður. Og meðan við vorum samtímis henni á Akureyri
nokkura daga, var það bersýnilegt, að hún hafði engan
frið fyrir fólki, sem var að biðja hana að bera sig fram á
bænarörmunum við »Friðrik«.
Ég veit ekki, hvort þetta aðstreymi kann einhvern
tíma áður að hafa verið enn meira. Það má vel vera,
að það komi i nokkuð ójöfnum gusum. Mér er ekki kunnugt
um það, og engin skrá hefir verið um það samin. Með
einum pósti í fyrra vetur fékk hún 200 bréf. En hvað sem
því líður, leynir það sér ekki, að segja má, að lækninga-
tilmælin séu alt af afarmörg. Þau koma frá öllum lands-