Morgunn - 01.12.1926, Síða 81
M ORGUNN
1911
Presturinn, sem prédikaði, var hár mahur og grannur, ljós-
hærður, bláeygður og friður sýnum. Ræðan fanst henni
hafa meiri og betri áhrif en aðrar ræður, sem hún hefir
heyrt. Fólkið líktist öðrum mönnum.
Bækur og læknisáhöld hefir hún séð inni hjá »Friðrik«
Ég spurði hana, hvern mun hún gæti gert á þessu
ferðalagi sínu og draumum.
Hún sagði, að sá munur væri mikill. Þegar hún sofnar,.
er það með venjulegum hætti og draumarnir að öllum
jafnaði marklitlir og óljósir, eins og alment gerist. En
þegar um þetta ferðalag er að tefla, finnur hún sig fara
út úr líkamanum, og sér líkamann liggja sofandi, þar sem
hún hefir við hann skilið. Það, sem fyrir hana ber á ferða-
laginu, er jafnljóst og það, sem ber fyrir hana í algengri vöku.
Þá bætti hún við frásögu um aðra reynslu, sem áreið-
lega er fágæt og eftirtektarverð. Henni finst mjög oft
hún vera ekki öll í Iíkamanum, þó að ástandið eigi að
heita venjuleg vaka. Henni finst þá eins og hún viti jafn-
framt af sér á öðrum stöðum. Þegar svo er ástatt, getur
hún ekki varist því að verða þegjandaleg, finst hún ekki njóta
sín þá. En þegar hún finnur sig alla i líkamanum, verður
hún kát eins og hún á að sér.
Ég átti nokkurt tal við menn um það, hvað þeir héldu
um þessar sýnir.
Eins og ég hefi áður vikið á, eru þeir menn til, sem
halda, að þær séu ekkert annað enn ímyndun og stafi af
einhverri »veiklun«. Mér virðist einna minst líkindin tíl þess
að sú tilgáta geti verið rétt.
Þó að áreiðanlega sé mikið eftir af huldufólkstrúnni
með þjóðinni, þá eru þeir margir, sem hika sig við að skýra
sýnir Margrétar á þann veg, að hún sjái í raun og veru
huldufólk og híbýli þess. Til þess að komast hjá þvi, hafa
menn Iátið sér hugkvæmast hinar og aðrar tilgátur. Sumir
gizka á, að hún sjái inn á einhver tilverusvið framliðinna
manna, þegar hún hyggur sig sjá huldufólks-bústaði. Aðrir