Morgunn - 01.12.1926, Page 82
192
M 0 R G U N N
ætla, að þetta sé fjársýni, og að hún sjái fjarlæga staði á
jörðinni, einhverstaðar úti í löndum. Enn öðrum hefir komið
til hugar, að þetta sé eitthvað skylt krystallasýnum. Það,
sem menn sjá í krystöllunum, er í raun og veru ekki í
þeim, heldur virðast krystallarnir með einhverjum hætti
auka skilyrðin fyrir því að sérstök undirvitundarstarfsemi
geti gert vart við sig, og sömuleiðis fjarhrif frá jarðnesk-
um mönnum, og jafnvel stundum áhrif frá framliðnum mönn-
um. Eins sé um klettana: »huldufólkið« búi þar ekki í
raun og veru, en fyrir augum Margrétar leggi þeir til ein-
hver lík skilyrði eins og kristallarnir leggja til þeim mönn-
um, er iðka krystallasýnir. Hvað sem um þetta kann að
vera, þá er þess að minsta kosti gætandi, að krystallasýn-
jrnar eru langtum margþættari en sýnir Margrétar og haga
sér yfirleitt á alt annan veg.
En svo eru þeir menn til, og þeir áreiðanlega margir,
sem ekki sjá brýna ástæðu til þess að véfengja skilning
Margrétar sjálfrar og hyggja helzt, að hún sjái í raun og
veru huldufólk. Þeir líta svo á, að ekkert sé fráleitt eða
sérstaklega ótrúlegt við þá skoðun, bera meðal annars fyr-
ir sig kenningarnar um eterinn, að hann læsi sig gegnum
alt efni, og að ástæða sé til þess að ætla, að í honum búi
einhverjar verur, þar á ineðal framliðnir menn. Þessa skoð-
un hefir meðal annara Sir Oliver Lodge og margir fleiri.
Þeir benda líka á þær myndir af »álfum«, sem fullyrt er
að náðst hafi á Englandi, og prófessor Har. Níelsson hefir
sýnt hér á landi, og halda því fram, að ef á annað borð
séu til verur, að öllum jafnaði ósýnilegar, sem að einhverju
leyti séu við jörðina tengdar, þá sé ekkert vitleysislegt við
það að gera sér í hugarlund, að sumar þeirra séu i fullri
mannsmynd, eins og það fólk, sem Margrét sér. Naumast
verður því neitað, að þessi tilgáta sé töluverðum örðug-
leikum bundin, með þeirri þekkingu, eða réttara sagt þekk-
ingarleysi, sem vér eigum við að búa í þessum efnum.
Það er, til dæmis að taka, fremur óaðgengilegt að hugsa
sér, að verur, sem lifa í eternum og ekki verða fyrir neinni