Morgunn - 01.12.1926, Side 90
200
MORGUNN
draum. Sér hafi þótt maður koma til sín, skömmu eftir
háttatíma, og fara að nudda á honum bakið og fótinn,
mjög mjúklega. Maðurinn virtist honum mjög góðlegur,
og hann sagði við hann: »Þig skal ég bráðum gera al-
bata, góði minn«.
Þrisvar dreymdi drenginn svipaðan draum þar á eftir,
og einu sinni glaðvaknaði hann, en var svo hræddur, að
hann þorði ekki að opna augun, því að hann þóttist viss
um að sjá manninn þarna við rúmið..
Eftir þetta bregður svo við, að drengnum fer dag-
batnandi, og eftir svo sem þriggja vikna tíma, sagði hann
öli eymsl horfin, bæði úr bakinu og fætinum. Síðan hefir
einskis sjúkdóms orðið þar vart.
Ég legg engan dóm á það, af hverju þessi lækning
stafi, og segi aðeins það, sem við hefir borið. En merki-
lega fljótur var batinn.
Ólafur Þorsteinsson,
Krossum, Árskógsströnd.
Blinda.
Árið 1921 var ég orðinn svo blindur á hægra auga, að ég
sá aðeins útundan mér litla glóru, eins og í gegnum nálstungu.
Ég leitaði þá til augnlæknis Andrésar Fjeldsted i Reykja-
vík, og skar hann upp augað.. Ekkert skýrðist sjónin við
það, en þessi litla glóra hélzt, óbreytt.. Leið svo nálægt
þrem árum. Þá gerði ég mér ferð inn að Öxnafelli, hitti
Margréti J. Thorlacius og bað hana að vita, hvort Friðrik
læknir gæti nokkuð hjálpað mér.. Hún lofaði því. Þá varð
á þrem dögum sú einkennilega breyting, að ég fékk sjón
á auganu, þó ekki meiri en það, að ég sá með því eins
og i hálf-rökkri. Sú sjón hefir haldist óbreytt siðan, og
sé ég nú eins vel með því framundan mér eins og útundan.
Hér er svo rétt og satt skýrt frá þessum atburði, sem
ég frekast get, og get ég staðfest þetta með eiði.
pt. Akureyri 8.. ágúst 1926
Steinmóður Þorsteinsson,,
fró Mclgeröi ii Glcrórþorpi.