Morgunn - 01.12.1926, Qupperneq 99
MORGUNN
209
heldur ljós í andliti, dálítið rjóðleitur samt, í hærra meðallagi,
en man ekki, hvort hann var með nokkurt skegg. Hárið
var með millilit. Henni virtist þessi maður einstaklega
góðlegur, og henni fanst hann vera að Iáta hana skilja
það, að hann væri »Friðrik«. Hún fann þá ekkert tekið á
sér; en hún sá manninn taka eitthvert verkfæri upp úr
vasa sínuin hægra megin, og henni fanst hann vilja ekki
láta hana sjá þetta, sem hann var með. Á eftir þessu
fanst henni hún sofna fast.
Frá þessari nótt fór henni dagbatnandi, og eftir 1V2 viku
fór hún á fætur. Nú finnur hún ekki, að neitt gangi að sér.
Að lokum set eg hér þrjár sögur, sem ekki standa í
sambandi víð framangreint tilmælablað Ágústs Jónssonar.
Þær eiga sammerkt við hinar sögurnar að því leyti, að
sérstakra áhrifa kennir hjá öllum sjúklingunum, og að nokk-
ur bati kemur á eftir, en misjafnlega mikill.
Frásögn frú Bergþóru Björnsdóttur
Barónsstíg 16, Reykjavík.
Hún hafði haft sterkan verk í höfðinu og augunum
um 7 ár, og þoldi ekki að vinna né lesa. Lækna hafði
verið leitað, en árangur af því lítill.
M. Th. var sent skeyti um hana í ágústmánuði 1925.
Svar kom snemma í sept. um það, að »Friðrik« kæmi.
Þegar skeytið var komið, var afráðið að leggja fram skrif-
uð tilmæli um, að »Friðrik« vitjaði karlmanns á heimilinu,
sem þjáðist af dofa í höndum og handleggjum. Þennan
kvilla hafði hann búið við um inörg ár.
Fyrstu tvær næturnar eftir að skeytið kom varð eins-
kis vart. En að morgni þriðja dagsins, þegar konan lá
glaðvakandi í rúmi sínu, heyrir hún mikinn þyt koma inn
í herbergið, og eitthvað kemur yfir höfuð henni. Hún hef-
ir íulla meðvitund, en samt getur hún ekki komið upp neinu
orði, þó að hún reyni það. Á þessu stendur 4—5 mínútur.
ítétt á eftir verður karlmaðurinn, sem beðið hafði
14