Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 103
MORGUNN
213
ifnnur þá, að hann er í venjulegu vökuástandi, en hafði
ekki fundið til þess, að hann vaknaði neitt. Þá líður hon-
um óvenjulega vel. Honum finst einhverjir þægilegir, hlý-
ir straumar fara um sig, og allan daginn á eftir fanst hon-
um líkast því, sem eitthvað væri að renna burt úr Iíkam-
anum, sem hann þyrfti að losna við.
Fimm mánuði og 20 daga var liðanin í maganum góð
og krampaköst engin. Maginn hefir alt af haldist í lagi
síðan, en taugarnar mjög óstyrkar, ef hann reynir nokkuð
á sig. Heilsufarið segir hann ólíkt betra en áður, þö að
hann þoli ekki að vinna.
Siðastl. vor var sjúklingurinn farinn að finna til aukins
lasleika og skrifaði þá M. Th. aftur. Bréf kom aftur frá
henni. Nóttina eftir að það bréf kom, kl. 3, heyrðist
Magnúsi einhver koma inn og þykist vita af sama mann-
inum hjá rúminu, sem þeim, er áður hafði til hans komið.
Hann finnur farið höndum um sig allan. Árangurinn
af þessu virðist greinilegur nokkura daga, liðanin þá miklu
betri. En sá árangur varð ekki langvinnur, þó að heilsan
sé nú mjög miklu betri en áður, eins og þegar hefir
verið sagt.
M. Th. er nú komin til Reykjavíkur og dvelst hér nokk-
ura mánuði. Tilraunir hafa þegar verið gerðar — og þeim
verður haldið áfram — til þess að fá fyllri skilning á því,
er gerist í sambandi við hana. En þó að þær tilraunir hafi
þegar borið nokkurn árangur, þá eru þær ekki svo langt
komnar, að rétt þyki að skýra neitt frá þeim að þessu sinni.
E. tt. K.