Morgunn - 01.12.1926, Page 106
216
MORGUNN
sem jafnan hafa verið taldir íhaldsmenn í guðfræðilegum
efnum. Þeir hlustuðu báðir á erindi hjá mér, sinn á hvorum
staðnum, og áttu nokkurt tal við mig á eftir. Annar þeirra
tók það fram, án nokkurs tilefnis frá minni hálfu, að hann
líti svo á, sem það væri viðurlitamikið fyrir kirkjunnar
menn að veita sálarrannsóknamálinu mótspyrnu, því að í
þeim rannsóknum væri að tefla um sams konar opinberun
eins og trúarbrögð veraldarinnar væru reist á. Hinn prest-
urinn lét uppi þá skoðun sína, að ekki mundi vera nokk-
ur prestur á landinu, sem ekki hefði orðið fyrir áhrifum
af sálarrannsóknunum í hugmyndum sínum um annað líL
Hvorutveggju ummælin þóttu mér merkileg, þar sem þau
komu frá rosknum og íhaldssömum prestum — mönnum,
sem aldrei höfðu við sálarrannsóknir fengist og eingöngu
kynst málinu af lestri og viðtali við menn.
Ekkert þótti mér merkilegra af því, er eg
Alþýða manna varg var víq j ferðalagi mínu í sumar, en
. ahuginn og skumngurinn á salarrannsókna-
málinu, sem kom fram hjá alþýðu inanna..
Hverjum augum sem menn annars líta á starf þeirra
manna, sem haldið hafa uppi hér á landi merki þessara
rannsókna, þá verður ekki undan því komist, að það hefir
hatt víðtæk og djúp áhrif á þjóðina. Einn presturinn sagði
mér það um sitt sóknarfólk, að yfirleitt væru menn sann-
færðir um, að samband hefði fengist við annan heim. Menn
teldu þetta sannað mál. Þar af leiðandi væru þeir ekki
mjög fíknir i sannanir fyrir þessu. Þeim fyndist sem ekki
þyrfti alt af að vera að halda áfram að sanna það, sem
margsannað væri. En þar á móti hneigðist hugur fólksins
meira að því að fá vitneskju um það, hvernig þessu lífi sé
þá háttað, sem sannast hafi að til sé, — þetta líf, sem
menn séu alt af að flytjast inn í, og allir eigi í vændum.
Eg skal geta eins dæmis um áhugann, sem mér verð-
ur lengi minnisstætt. Eg fékk tilmæli um að flytja erindi
i einni kirkjunni. Eg hafði ekki annan dag að bjóða en
virkan. Og þetta var um túnasláttinn. Auðvitað hafði eg