Morgunn - 01.12.1926, Síða 109
M 0 Ii G- U N N
219
spiritismann við geðveiki. Sem stendur, sagði hann, eru
spiritistar þeir menn, sem sízt verða geðveikir. Af prest-
um verður einn maður geðveikur af hverjum 159. Af
spíritistum 1 af hverjum 711. Ef mótstöðumenn spíritism-
ans hyggist að hræða menn með geðveikihættunni, og
beri fyrir sig geðveikiskýrslurnar, verði þeir fyrst að ráð-
ast á kristnina, sagði presturinn. Og hann spyr, hvort þeir
séu þess albúnir að fullyrða, að spámennirnir, postularnir
og jafnvel Kristur sjálfur, hafi allir verið brjálaðir. Allir
hafi þeir verið í stöðugu sambandi við beim andanna.
Svar hans til þeirra manna, sem halda því fram, að spíri-
tisminn leiði til brjálsemi, verði þá það, að annaðhvort
fari þeir víss vitandi með ósannindi, eða að þeir hafi alls
enga þekkingu á málinu. Og þá séu þeir sekir um trú-
girni, sem sé synd, er mannfélaginu sé skaðleg.
í löndum enskumælandi manna er það
fastur siður, að þegar flutt er erindi, er
einhver forseti, sem setur samkomuna og
kynnir ræðumann tilheyrendum. Venjulega
segir hann á eftir nokkur orð, flytur stund-
um alllanga ræðu, í tilefni af erindinu. Á einni samkomu
minni meðal landa vorra í Vesturheimi sýndi einn af prest-
um ísl. lúterska kírkjufélagsins mér þá vinsemd að skipa
forsætið, maður, sem jafnan hefir skipað sér ihaldsins meg-
in í guðfræðilegum efnum. Erindi mitt var um þau dul-
arfullu fyrirbrigði, sem fullar sönnur hafa fengist fyrir með
sálarrannsóknunum, og í lok erindisins vék ég nokkrum
orðum að því, hve örðugt væri að komast undan þeirri
skýringu, að nokkur af þessum fyrirbrigðum stöfuðu frá
öðrum heimi. Forsetinn tók til máls á eftir, eins og sið-
ur er til. Hann gerði ráð fyrir, að það væri áreiðanlegt,
að fyrirbrigðin gerðust. Hann kannaðist sömuleiðis við
það, að enn hefði ekki fengist viðunandi skýring á þeim
sumum, önnur en sú, sem eg hefði bent á. En hann taldi
líklegt, að sú skýring fengist með tímanum. Auðheyrt
var, að presturinn vonaði, að það kæmi upp úr kafinu, við
Ef samband við
annan lieim
reynist misskiln-
ingur.