Morgunn - 01.12.1926, Page 115
MOEÖUNN
225
Dr. Jón Helgason
og
spiritisminn.
andatrúna hér á
Þessi fregn
eins og annarsstaðar, að menn kunni að meta sálræn vís-
indi réttilega, þá er það vissulega hugnæmt frá mörgum
hliðum að hlýða á þennan þelhlýja trúarvarnarmann á voru
þýzka móðurmáli«.
í Morgunblaðinu stóð 1. okt. síðastl. eft-
farandi klausa: »Dr. Jón Helgason bisk-
up hefir sagt einu Hafnarblaðinu, eftir
því sem blaðið hermir, að hann telji
landi vera sjúkdóm«.
vakti allmikla eftirtekt hér í bænum, og
hana ekki alstaðar sem vingjarnlegasta í garð biskupsins.
Að minsta kosti hafa margir minst á hana við mig, og
allir á einn veg. í tilefni af því umtali öllu virðist mér
sjálfsagt að benda á það, að Mbl. fer ekki nákvæmlega rétt
með ummæli biskups1)- Blaðamaðurinn spurði hann, hvernig
hann liti á spíritismann. Dr. J. H. svaraði, eftir því sem
blaðið hefir eftir honum:
»Eg verð að segja það, að eg ber ekki sérstakt vin-
arþel í brjósti til þess fyrirbrigðis . . . eg lit á það sem
nokkurs konar sjúkdóm, sem gengur á þessum tímum, í
sambandi við hinar voðalegu þjáningar ófriðaráranna«. (Á
dönsku: »Jeg maa sige, at jeg er ikke særlig venlig stemt
over for dei Fænomen . . . jeg betragter det som en Slags
Sygdom, der er oppe i Tiden i Forbindelse med Krigsaar-
enes frygtelige Lidelser«).
Af þessu er það auðsætt, að biskup hefir ekkert veizt
að spíritismanum hér á landi sérstaklega. Það skiftir tölu-
verðu máli. Þaö hefir vakið gremju, að mönnum hefir skil-
ist, sem biskup hefði tekið þá íslendinga, sem hallast að
spíritistiskum skoðunum út úr hópi skoðanabræðra sinna
annarsstaðar í heiminum og lýst þá sjúka menn. Hitt vek-
ur enga gremju hjá mönnum, sem gæddir eru sæmilegu
skoðana-umburðarlyndi, hverjum augum hann lítur á aðra
eins alheimshreyfingu sem spíritismann.
Hitt er annað mál, að mér finst ekki, að þessi um-
1) Síðan er þetta var ritað og sett hefir Mbl. leiðrétt frásögnina.
15