Morgunn - 01.12.1926, Síða 122
232
MORGUNN
Skrá
yfir hundraö erlend orö, er aö sálarrannsóknum lúfa.
Á alþjóðaþingi sálarrannsóknamanna í Kaupmannahöfn;
1921 kom fulltrúi Ameríska Sálarrannsóknafélagsins (í New
York), dr. Walter Franklin Prince, fram með þá uppástungu,
að skipuð yrði sérstök nefnd til þess að undirbúa fyrirmyndar-
skrá yfir sérfræðileg orð, er að sálarrannsóknunum lúta („a
standard glossary of technical terms suited to the needs of
Psychical Research“ ) og nota mætti með öllum þjóðum. Vildi
hann láta fela aðalnefnd þeirri, er fyrir fundarhöldunum
gengst, að koma þessu til framkvæmdar, og skyldi skýrsla því
næst lögð fram á næsta alþjóðaþingi. Tillaga lians var samþykt
á fundinum. En ekkert varð úr framkvæmdum.
Þegar tillögumaðurinn sá, að nefndin lagðist allar fram-
kvæmdir í þessu máli undir höfuð, undirbjó hann skrá yfir
hundrað helztu orðin, er hann taldi nauðsynlegast, að sálar-
rannsóknamenn í öllum löndum kæmu sér saman um. Afrit
af ritgerð um þetta sendi hann því næst öllum nefndum þeirra
landa, sem í samtökunum eru. Kvað tiann með þessn stefnt að
þrenns konar markmiði:
I. Að fá öll félög, sem við vísindalegar sálarrannsóknir
fást, í hvaða iandi sem er, til að talra upp sömu „teknísku“
orðin.
II. Að koina sér saman um nákvæma skilgreining á þeim
orðum.
III. Að prenta skra yfir þau viðurkendu „teknísku“
orð í tímaritum eða bókum, svo að unt verði að fá menn tll
að nota þessi orð og halda sér við skilgreiningarnar.
Jafnframt æskti dr. Walter F. Prince eftir því, að nefnd-
ir hinna sérstöku landa vildu senda sér álit sitt um uppá-
stungur hans og um leið skrá yfir þau orð eða heiti, sein
notuð eru nú (eða taiið er bezt að nota) í tungu hvers lands
um sig um þessi sérstöku liugtök.