Morgunn - 01.12.1926, Qupperneq 129
MORGUNN
239
82. Scribe maður, sem skrifar jafnóðum það, er gerist á sambands-
fundi, ritari.
83- Seance fundur, þar sem reynt er að fá dulræn fyrirbrigði,
einkanlega skeyti frá framliðnum mönnum, tilraunafundur,
sambandsfundur.
84. Spirlt framliðin sál, andi.
85. Spiritism sú sannfæring, að andasamband sé staðreynd eða
réttmæt kenning, án þess að tilheyra nokkurum trúarftokki,
undahyggja.
86. Spiritualism trúarkerfi, sem sannfæringin um samband við
framliðna menn er þungamiðjan í, andatrú.
87. Spontaneous runninn frá innri, vitandi eða óafvitandi, hneigð,
sjálfkrafa, sjálfkvœmur.
88. Stigmatization það að framleiða blöðrur eða önnur likamleg
merki með sjálfsefjunum eða öðrum hugrænum aðferðum, sára-
merki, undamerki; athöfnin sjálf sárarnarkan, undamarkan
('stigmatized = undumarkaður).
89. Subliminal undir þröskuldi vitundarinnar, sefa-.
90. Suggestion 1. Það að blása einhverjum i brjóst eða smeygja
inn í lniga hans einhverri trú eða hvöt, einkanlega í dásvefni,
með orðum, sérstöku látbragði o. s. frv., sefjan. 2. Hugmynd,
sem þannig er komið inn, sefjan. (Sögn suggest = sefja). —
Auto-suggestion = sjálf-sefjan.
91. Supernormal yfir eða út yfir mátt eða ástand hins venjulega,
yfirvenjulegur.
92. Supraliminal yfir þröskuldi vitundarinnar, á sviði vökuvit-
undarinnar, vitundur-.
93. Survival framhaldandi líf sálarinnar eða vitundarinnar eftir
dauða likamans, framhaldsllf. (Sögn survive = lifa eftir
dauðann).
94. Telakousis sá hæfileiki eða athöfn, að verða var, eins og með
heyrn, við hljóð í þessum heimi, út yfir takmörk venjulegrar
heyrnar, fjarheyrn.
95. Telekinesis hreyfing hluta, án þess að þeir sé snertir og án
þess að lienni valdi nokkurir þektir kraftar, svo sem segulafl,
þyngd o. s. frv., firðhrœring. (Lýsingarorð telekinetic = firð-
hræringar-).
96. Telepathy skeytasending milli huga aðra leið en viðurkendar
leiðir skilningarvitanna, fjarhrif (lýsingarorð telepathic = fjar-
hrifa-); sérstaklega notað um skeyti milli lifandi manna (sjá
metapathy).
97. Telaesthesia skynjun hluta eða ástands, óháð þektum leiðum
skilningarvitanna og óháð nokkurum öðrum þektum hug, fjar-