Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Síða 12

Andvari - 01.01.2009, Síða 12
10 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI miklu. Það er sama hvað menn kunna að segja núna, í góðærisvímunni voru flestir meðvirkir. Við höguðum okkur eins og fjölskylda alkóhólista sem vill í lengstu lög loka augunum fyrir því sem er að gerast. Á góðæristímanum var flestum viðvörunarröddum vísað frá sem úrtölum og nöldri afturhaldsmanna, eiginlega væru þeir „tímaskekkja“ eins og fyrir nokkrum árum var borið upp í útvarpsviðtali við einn okkar einlægasta vinstrimann, Ögmund Jónasson. Hann fékk það erfiða hlutskipti að stýra varnarstríðinu fyrir heilbrigðiskerfi okkar. Þegar þessi orð eru fest á blað hefur hann vikið úr ríkisstjórn vegna ágreinings um meðferð Icesavemálsins sem ætlar að reynast svo þungt í skauti. En heilbrigðiskerfið sem við höfum trúað að væri gott og er það líka á nú fyrir höndum krappa siglingu við mikinn niðurskurð. Svona er þetta á fleiri sviðum, í menntamálum og samfélagsþjónustu. Allt byggist á því að takist að efla atvinnulífið og auka veltuna í þjóðfélaginu. Skáldið sem vitnað var til hér að framan, Sigfús Daðason, orti á seinni hluta ferils síns um menn sem hann kallaði „bjartsýnisafglapa“. Ekki var það beinlínis lofleg einkunn og auðvitað verður að horfa allsgáðum augum á heiminn. En bjartsýninni megum við þó aldrei glata. Margt hefur verið ritað um atburði síðustu missera. Meðal annars hefur sagn- fræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson samið eins konar kroniku undir nafninu Hrunið þar sem framvindan frá haustinu 2008 og fram að stjórnarslitum í janúar er rakin allnákvæmlega samkvæmt heimildum. Vitanlega þarf lengri tími að líða áður en unnt er að greina það sem mestu máli skiptir frá hinu. Það er djarft af sagnfræðingi að reyna að höndla blóðhráan samtímann, en flestir telja að Guðna hafi tekist vel ætlunarverk sitt eins og það var lagt fyrir. Fleiri bækur mætti nefna sem hafa hver til síns ágætis nokkuð sem greining, umfjöllun og álitsgerðir um atburðina. En sú bók sem einna mesta athygli og hrifningu hefur vakið er Hvíta bókin eftir Einar Má Guðmundsson, eitt helsta sagnaskáld samtímans. Bók hans er rituð af þeim sem valdið hefur, vald og mátt orðsins. Skáld eru ekki fræðimenn í þjóðfélagsvísindum eða hagfræði. En gáfa þeirra gerir þeim tíðum kleift að miðla tilfinningu tímans, kenndum fólks- ins, betur en öðrum er fært. Vafalaust má deila um ýmsar áherslur Einars Más og ályktanir. Því hefur verið haldið fram að bókin sé lituð af „kommúnisma“ eða „dalakofasósíalisma“. Látum svo vera. En hún er einlæg játning, borin uppi af sterkri siðferðiskennd. Skáldið er eins og barnið í ævintýri H. C. Andersens sem bendir á að keisarinn sé nakinn. Hvíta bókin er herhvöt og málfærsla rit- höfundar sem finnur til ábyrgðar og vill beita penna sínum til að hafa áhrif á þjóðfélagið, eins og hinir fremstu höfundar hafa jafnan gert. Hann kallar eftir nýju jafnaðarþjóðfélagi. Síðasti kafli bókarinnar nefnist „Landráð af gáleysi“, en það eru orð sem Páll Skúlason heimspekiprófessor viðhafði í umræðunni í fyrravetur. En lokakafli Hvítu bókarinnar hefst á þessa leið:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.