Andvari - 01.01.2009, Page 13
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
11
„Það á sér stað vakning og margt bendir til að hún verði um allan heim.
Það eru ekki bara hjól atvinnulífsins sem þurfa að snúast. Hjól sögunnar snýst
einnig, jafnvel þó dekkin séu löskuð og teinarnir brotnir. Búsáhaldabyltingin
var fyrsti vísir mikillar vakningar hér á íslandi, og þessi vakning er bæði
andleg og þjóðfélagsleg. Hún var gott fordæmi og eftir henni var tekið víða
um heim. Hún er án efa besta landkynning sem ísland hefur fengið, svo ég nú
leyfi mér að grípa til þeirrar klisju. En þetta skiptir máli, því auðstétt lands-
ins og stjórnvöld hafa gengið frá mannorði okkar, og það fáum við ekki aftur
nema við sýnum hvað í okkur býr. Með öðrum orðum, við endurheimtum
mannorð okkar með því að breyta þjóðfélaginu, ekki með því að væla yfir að
það sé horfið og reyna að sleikja upp útlenda höfðingja. Búsáhaldabyltingin er
fyrsta skrefið, þó að henni fylgdi í sjálfu sér lítill áþreifanlegur árangur, ekki
annar en sá að við sýndum hvað í okkur býr, og það er út af fyrir sig mikill
árangur. Við björguðum orðstír okkar og stolti, sem gjörspillt frjálshyggja,
vanhæf stjórnvöld og siðlaus yfirstétt höfðu troðið niður í svaðið.“ (Hvíta
bókin, 175-76)
Þannig ritar Einar Már Guðmundsson. í orðum hans er fólgin baráttuglóð
sem verða má okkur hvöt á þeim mánuðum og árum sem í hönd fara. Ef
þjóðfélaginu verður breytt, verður það í krafti fjöldans sem ekki lætur lengur
teyma sig út í ófæru, heldur sækir sjálfur fram til sigurs.
Gunnar Stefánsson