Andvari - 01.01.2009, Síða 15
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
Gylfi Þ. Gíslason
Þegar litið er yfir vettvang íslenzkra þjóðmála á liðinni öld og reynt að
meta hlut alþingismanna og ráðherra í stjórnmálasögunni mun eflaust
margur segja, að í flestum tilvikum sé of skammt um liðið til þess að
hægt sé að gera það af óhlutdrægni og sanngirni. Aðrir munu segja,
að hvað sem því líði hafi margir verið kallaðir en fáir útvaldir. Og
fleira má tína til. En þó að þetta megi vissulega til sanns vegar færa
fer ekki milli mála, að þegar litið er til baka eru sumar vörður á leið-
inni stærri en aðrar. Þær voru reistar af víðsýnum hugsjónamönnum,
sem voru virtir leiðsögumenn þjóðarinnar vegna gáfna sinna, atorku og
menntunar. í þeim hópi var Gylfi Þ. Gíslason, prófessor í hagfræði við
Háskóla Islands og alþingismaður og ráðherra fyrir Alþýðuflokkinn um
langt skeið á síðustu öld. Svo samofið var líf hans starfsemi flokksins
og málefnum landsstjórnarinnar, allt frá því að hann lauk háskólaprófi
og fram á efri ár, að lengst af verður lítt skilið í milli. Hann var alþing-
ismaður 1946-1978 og ráðherra 1956-1971. Er hann settist á þing var
hann 29 ára gamall og var þá yngstur þingmanna. Skipta má þingsetu
hans í tvennt. Fyrri hluta hennar snerust stjórnmálastörf hans öðru
fremur um þingmennskuna og Alþýðuflokkinn, en frá 1956 eru lands-
stjórnin og mál henni tengd einna fyrirferðarmest. í ljósi þessa verður
æviágrip hans, í stórum dráttum, rakið í þessari ritgerð.
Stefnt að háskólamenntun þegar á unglingsárum
Gylfi Þ. Gíslason fæddist í Reykjavík hinn 7. febrúar 1917, sonur hjón-
anna Þorsteins Vilhjálms Gíslasonar, skálds og ritstjóra, og Þórunnar
Pálsdóttur, húsfreyju. Faðir Þorsteins var Gísli Jónasson, skipstjóri
og ráðsmaður frá Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, er var lengst af