Andvari - 01.01.2009, Side 16
14
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
búsettur í Kirkjubæ í Hróarstungu og á Kolfreyjustað, en lézt í Árdals-
byggð á Nýja-Islandi. Gísli var „gáfaður maður, fjölhæfur og fjörmik-
ill, skemmtilegur og vel skáldmæltur.“] Móðir Þorsteins var Ingunn
Stefánsdóttir, húsfreyja, sögð „gáfuð kona og mikillar gerðar, svo sem
hún átti kyn til, og hún var einnig góð kona og móðir...“2 Foreldrar
Þórunnar voru þau Páll Halldórsson, trésmiður í Reykjavík, og Ingibjörg
Þorvaldsdóttir, húsfreyja þar, frá Framnesi í Skagafirði.
Þeim Þorsteini og Þórunni varð fimm barna auðið. Voru það
Vilhjálmur, útvarpsstjóri, Ingi, kennari, Nanna, verzlunarmaður, Baldur,
verzlunarmaður, Freyr, verzlunarmaður, og Gylfi, prófessor og ráðherra,
er var þeirra yngstur. Eiginkona Gylfa var Guðrún Vilmundardóttir,
húsfreyja, dóttir Vilmundar Jónssonar, alþingismanns og landlæknis,
og konu hans, Kristínar Olafsdóttur, læknis. Þau Guðrún og Gylfi
eignuðust þrjá syni, Þorstein (f. 12. 8. 1942, d. 16. 8. 2005 ), prófessor
við Háskóla íslands, Vilmund (f. 7. 8. 1948, d. 19. 6. 1983), alþm. og
ráðherra, og Þorvald (f. 18. 7. 1951), prófessor við Háskóla Islands.
Gylfi þótti snemma bráðþroska. Til merkis um það er sú saga sögð,
að síðla hausts 1917 hafi móðir hans verið með hann úti við er hún hitti
kunningjakonur sínar, sem ekki höfðu séð hann fyrr. Inntu þær hana
eftir því hvað drengurinn héti og hvað hann væri gamall. Er þá haft
fyrir satt að snáðinn hafi sjálfur svarað og sagt hátt og greinilega: „Ég
heiti Gylfi Þ. Gíslason og ég er níu mánaða “3
Á menntaskólaárum sínum vann Gylfi á sumrin í Landsbanka íslands
og tók síðan stúdentspróf við Menntaskólann í Reykjavík vorið 1936,
þar sem hann hafði stundað nám í máladeild skólans. Hafði hann þá
afráðið að hefja háskólanám í rekstrarhagfræði og hafa síðan bankastörf
að aðalstarfi,4 en smám saman tóku háskólakennsla og fræðimennska
hug hans allan og síðan var sú stefna mörkuð er hann var ráðinn til
kennslu við Háskóla íslands. Hann stundaði nám í rekstrarhagfræði við
Johann Wolfgang Goethe Universitát í Frankfurt am Main í Þýzkalandi
árin 1936-1937 og 1938-1939, en í Hochschule fúr Welthandel í Vínar-
borg árin þar í milli (1937-1938). Gylfi tók kandídatspróf (Diplom) í
rekstrarhagfræði við Háskólann í Frankfurt am Main árið 1939, en varð
þá að gera hlé á námi sakir heimsstyrjaldarinnar. Doktorspróf (Dr. rer.
pol.) í þjóðhagfræði við sama skóla tók hann árið 1954, og fjallaði í
ritgerð sinni um þróun og vandamál íslenzks atvinnulífs og efnahags-
legan grundvöll þess („Entwicklung und Problematik der islándischen
Wáhrungspolitik und ihre wirtschaftlichen Grundlagen“). Þar að auki