Andvari - 01.01.2009, Side 20
18
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Séra Friðrik með drengjunum sínum og samstarfsmönnum í KFUM. Fremsta röð
frá vinstri: Jóhannes Steinsson, Gylfi Þ. Gíslason, Adolf Guðmundsson (fóstursonur
sr. Friðriks), Kristján Haukur Pétursson og Arni Sigurjónsson. Miðröð frá vinstri:
Hörður Markan, Ari Gíslason, Kristján Sighvatsson, séra Friðrik Friðriksson,
Ingvar Árnason, Eggert Kristinsson og Hilmar Arnason. Aftast frá vinstri: Theodór
Jóhannesson, Ragnar Guðlaugsson, Freyr Þ. Gíslason (bróðir Gylfa), Sigurbergur
Arnason, Svavar Sigurðsson, Tómas Magnússon, Gunnar Sigurjónsson, Theodór
Norðfjörð og Magnús Oskar Magnússon.
urðu undir í lífsbaráttunni. Ég aðhylltist hins vegar aldrei þær kenningar, sem
raktar voru til Karls Marx og margir félagar mínir trúðu á, að valdbyltingin
og svonefnt „alræði öreiganna" væri nauðsynlegt til þess að koma á þjóðfélagi
jafnaðarstefnunnar. Snar þáttur í skoðunum mínum sem ungs jafnaðarmanns
var bjargföst trú á nauðsyn frelsis og lýðræðis í þjóðfélagi, sem ætti að geta
kallazt gott og réttlátt.10
Þessi orð hans virðast gefa glöggt til kynna, að þegar hann varð jafn-
aðarmaður á unglingsárum hafi þekking, vitsmunir og réttlætiskennd
gengið í bandalag við hjartalagið og tilfinningarnar í brjósti hans. Þeir
þættir mynduðu lífsskoðun hans og á henni byggðist öll hans stjórn-
málabarátta. Gylfi var aldrei marxisti, en margt bendir til þess að hann