Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 22
20
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
í viðskiptafræði innan laga- og hagfræðideildar Háskóla íslands 1941
og prófessor þar árið 1946. Gegndi hann þeirri stöðu allt til 1956, að
hann gerðist ráðherra í ríkisstjórninni, en lausn úr embætti prófessors
fékk hann tíu árum síðar. Hann gerðist prófessor á ný við viðskiptadeild
háskólans árið 1972 og starfaði þar sem slíkur allt til 1987, að hann lét
af störfum vegna aldurs.14 Eftir það stundaði hann þó um skeið stunda-
kennslu við deildina.
Það kom í hlut Gylfa, þegar í upphafi háskólakennslunnar árið 1941,
að undirbúa og skipuleggja til frambúðar kennslu í hagfræði við skól-
ann, svo ungur sem hann var; og framtíð við kennslu og fræðistörf
blasti því við, eins og hann hafði ætlað sér. Eflaust hafa margir talið,
að fyrirætlan hans væri að eyða þar starfsævi sinni við kennslu og
fræðimennsku, svo sem hann hugsaði sér sjálfur á háskólaárunum. „En
enginn veit sína ævina fyrr en öll er“, svo að notuð séu hans eigin orð
sextíu árum síðar. Langstærsta málið, sem þá var á dagskrá í íslenzkum
stjórnmálum, lét hann ekki ósnortinn. Skilnaðurinn við Dani var einna
efstur á baugi í landsmálunum og skiptust menn í svokallaða „hrað-
skilnaðarmenn“ og „lögskilnaðarmenn“. Ungi maðurinn af heima-
stjórnarheimilinu í Þingholtunum skipaði sér í hóp hinna síðarnefndu
og lét ekki dragast að tjá sig um skilnaðinn, aðeins 23 ára gamall.
Olafur Björnsson, prófessor, segir:
Fyrstur af hálfu okkar [þ.e. lögskilnaðarmanna], sem búsettir vorum í Reykja-
vík til þess að gagnrýna þá meðferð sambandsmálsins sem þá virtist fyrirhuguð
af hálfu flestra þeirra stjórnmálamanna, sem tjáð höfðu sig um málið, var Gylfi
Þ. Gíslason. í útvarpserindi um daginn og veginn sem hann flutti í apríl 1940
varaði hann við öllu flaustri í sambandi við afgreiðslu sambandsmálsins og
lagði áherzlu á það að Islendingar kæmu fram af fyllsta drengskap og tillits-
semi gagnvart sambandsþjóðinni ekki sízt vegna erfiðra ástæðna sem hún ætti
við að búa.15
Gylfi skrifaði einnig grein um málið, er hann nefndi „Frestun sam-
bandsslita til styrjaldarloka“ og birtist í ritinu Astandið í sjálfstœðis-
málinu. í því birtust 14 ritgerðir lögskilnaðarmanna, sem ekki fengu að
gera grein fyrir sjónarmiðum sínum í dagblöðunum. Olafur Björnsson
segir, að blöðin hafi verið „harðlokuð öllum öðrum en hraðskilnaðar-
mönnum. ... Ofstækið var steinblint, svo að þeir, sem skipuðu sér í
raðir lögskilnaðarmanna voru hiklaust stimplaðir sem landráðamenn,
hvorki meira né minna“.16 Þetta eru athyglisverð orð, ekki sízt í ljósi