Andvari - 01.01.2009, Síða 24
22
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Gylfa Þ. Gíslasyni tefltfram gegn Bjarna Benediktssyni
Ekki er nein ástæða til að ætla að Gylfi hafi hugsað sér langtíma þátt-
töku í stjórnmálum eftir að sættir og samkomulag hafði tekizt um
stofnun lýðveldis 17. júní 1944. Þvert á móti. „A skólaárum mínum
hafði mig dreymt um að verða háskólakennari og fræðimaður. Ég hafði
fengið þeirri ósk minni fullnægt þegar að loknu námi.“ Og þar við
skyldi sitja. En rás viðburða er ekki alltaf fyrirsjáanleg.
Þegar Gylfi var að hefja störf við Háskóla Islands var Bjarni
Benediktsson búinn að vera prófessor við lagadeild hans frá 1932. Þeir
kynntust þá lauslega og litlu síðar bar hann í tal milli þeirra Gylfa og
Péturs Sigurðssonar, háskólaritara. Hermir Gylfi í minningargrein um
Bjarna, að þá hafi Pétur farið miklum viðurkenningarorðum um hann,
en jafnframt talið, að háskólinn fengi ekki lengi notið yfirburða hæfi-
leika hans, því að hann teldi sig borinn til valda í þjóðfélaginu og myndi
sækja fast að fá þau í hendur. Þetta mat Péturs reyndist hárrétt, en vita-
skuld sá enginn fyrir hvílík áhrif það myndi hafa á störf og æviferil
Gylfa Þ. Gíslasonar.
Árin 1940-1941 voru miklir umbrotatímar í stjórnmálum hérlendis,
ekki sízt á vinstri væng þeirra. Vorið 1939 hafði Alþýðuflokkurinn
gengið til samstarfs við Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn
um myndun þjóðstjórnarinnar svonefndu, er leiddi til þess að Sósíalista-
flokkurinn var einn í stjórnarandstöðu. Vinstrimenn í Alþýðuflokknum,
með þá Finnboga Rút Valdimarsson, ritstjóra, og Jón Blöndal, hagfræð-
ing, í fararbroddi, voru andvígir þessari ákvörðun og töldu hana mistök.
Þeir komu að máli við Gylfa og lýstu áhyggjum sínum yfir gangi mála.
Alþýðuflokkurinn ætti einnig við forystuvanda að stríða, samtímis því,
sem glæsilegur leiðtogi væri í uppsiglingu í Sjálfstæðisflokknum. Það
væri Bjarni Benediktsson og Alþýðuflokknum væri brýn nauðsyn á
að tefla fram öflugum manni á móti honum. Lögðu þeir fast að Gylfa
að koma til forystustarfa í flokknum og litlu síðar lagðist Haraldur
Guðmundsson á sömu sveif. Fór þá svo, að „ég lét undan.“18
í upphafi var Gylfa skipað til framboðs í miðlungi góðu kjördæmi úti
á landi. Aðeins 25 ára gamall var hann í framboði fyrir Alþýðuflokkinn
í Vestmannaeyjum, vorið 1942, gekk vel og enn betur við haustkosning-
arnar sama ár. En eigi skyldi við svo búið standa. Stuðningsmenn Gylfa
vildu skipa honum til forystu á A-listanum í Reykjavík kosningavorið