Andvari - 01.01.2009, Page 25
andvari
GYLFI Þ. GÍSLASON
23
1946 og það þótt í efstu sætum hans væru þrautreyndir forystumenn og
verkalýðsleiðtogar, er þar höfðu verið um langt skeið og nutu mikils
stuðnings og virðingar meðal alþýðuflokksfólks og verkafólks í borg-
inni. Þeir munu hafa ætlað honum annað sætið á listanum, sem fulltrúi
verkalýðshreyfingarinnar skipaði, en þar varð engu um þokað.
Krafan um að Gylfi fengi öruggt sæti á listanum setti hið trausta
vígi flokksforingjanna í Reykjavík í uppnám og í ofanálag fór hann
með sigur af hólmi. Engum duldist að mikið foringjaefni var komið
fram, en menn skiptust í tvo hópa. Er nú skemmst frá því að segja, að
eftir að fulltrúaráð flokksins hafði kosið uppstillinganefnd hófst hinn
mesti tröllaslagur um skipan manna í efstu sæti listans, er lengi stóð.
Honum lyktaði með því, að Haraldur Guðmundsson alþm. lét Gylfa
eftir efsta sæti listans, Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur, skipaði áfram annað sætið, Haraldur settist í þriðja sæti,
sr. Sigurbjörn Einarsson, dósent, tók hið fjórða og Soffíu Ingvarsdóttur,
húsfreyju, var skipað í hið fimmta. Þó að þessi listi þætti sterkur og
fengi góða útkomu í kosningunum er því ekki að leyna, að sumum svall
móður í brjósti eftir þennan rammaslag og hugsuðu Gylfa þegjandi
þörfina við tækifæri. I rauninni má segja, að hann hafi komið eins og
þruma úr heiðskíru lofti og setzt í bezta þingsæti flokksins í landinu
árið 1946.
Þegar litið er til baka kemur í ljós, að í aðdraganda hins nýja lýðveldis
og á fyrstu árum þess kom til skjalanna ný kynslóð stjórnmálamanna,
ungra og hámenntaðra, sem miklar vonir voru bundnar við og ætluðu sér
stóran hlut. Sumir þeirra voru prófessorar við Háskóla íslands eða voru
tengdir honum. Auk Gylfa Þ. Gíslasonar má nefna Bjarna Benediktsson
(alþm. 1942) og Gunnar Thoroddsen (alþm. 1934), sem báðir voru for-
ystumenn frjálslyndra sjálfstæðismanna, Jónas H. Haralz, sem Einar
Olgeirsson kynnti til leiks, og Ólaf Jóhannesson (alþm. 1959). Það er
alveg ljóst, að þeir völdust til forystu vegna verðleika sinna, sumir að
frumkvæði áhrifamikilla flokksforingja, sem vildu fá hæfileikamenn
til starfa á Alþingi og í ríkisstjórn. Flokkarnir reyndu að fá þá beztu og
hæfustu til starfa og varð oft vel ágengt í þeim efnum.