Andvari - 01.01.2009, Síða 26
24
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Hatrammar deilur um stefnuna í
utanríkis- og öryggismálum
Það verður ekki sagt að Gylfa hafi verið vel tekið af flokksforyst-
unni eða hann reynzt henni þægur ljár í þúfu fyrstu þingmannsárin.
Alþýðuflokkurinn var þá í stjórn, en síðan í stjórnarandstöðu frá því í
desember 1949 fram á mitt sumar 1956. Hafði Gylfi sig mjög í frammi
á þessum árum, innan þings og utan. Kom sér þá vel þekking hans á
hagfræði og viðskiptamálum, sem hann beitti óspart í baráttunni. Um
það urðu engar greinir milli hans og forystunnar, en öðru máli gegndi
um almenna stefnumótun flokksins og öryggismál lands og þjóðar.
Stefán Jóhann Stefánsson var formaður landsflokksins, flokksstjórnar,
framkvæmdastjórnar og þingflokksins, allt í senn. Sú skipan, að sami
maður sé oddviti í öllum helstu stjórnarstofnunum flokksins er úr sög-
unni fyrir löngu, en það hafði þá viðgengizt um langt skeið og átti sér
hliðstæðu, til dæmis í sænska jafnaðarmannaflokknum.
Gylfi lét utanríkis- og öryggismál mjög til sín taka, er þau komust á
dagskrá hérlendis og þar með á Alþingi á fimmta og sjötta áratugnum.
Lýðveldið var nýstofnað og menn að vonum ákaflega viðkvæmir fyrir
gengi þess. Gert var ráð fyrir, að bandaríski herinn væri á förum úr
landinu, en jafnframt óskuðu Bandaríkjamenn eftir því að fá að hafa
herstöð í landinu til 99 ára. Allir stjórnmálaflokkarnir höfnuðu þeirri
beiðni, en þegar Keflavíkursamningurinn kom til afgreiðslu árið 1946
greiddu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði með honum, fimm
þingmenn Framsóknarflokksins gerðu það líka, en átta voru á móti.19
Sex þingmenn Alþýðuflokksins studdu hann, en tveir voru andvígir og
einn sat hjá.20 Sósíalistaflokkurinn var andvígur öllum samningum um
þessi mál árin 1946, 1949 og 1951.
Gylfi greiddi atkvæði gegn Keflavíkursamningnum 1946 og gegn
samningi um aðild Islands að Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO)
árið 1949, en var meðmæltur komu bandarísks varnarliðs til Islands
árið 1951. Þegar samningarnir 1946 og 1949 voru á döfinni höfðu
þeir Hannibal Valdimarsson ýmislegt við þá að athuga, er einkum
varðaði sérstöðu ríkisins, sem þeir vildu að tekið væri tillit til.
Að því er Keflavíkursamninginn varðaði var afstaða þeirra sú, að
Islendingar skyldu sjálfir taka rekstur flugvallarins í eigin hendur, en
Bandaríkjamönnum heimiluð afnot af honum meðan þeir gegndu hern-