Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 29
ANDVARI
GYLFI Þ. GÍSLASON
27
aðild að nýsköpunarstjórninni var með naumindum samþykkt í flokks-
stjórninni haustið 1944.
Gylfi hafði verið utanlands fram til 1939 (og Hannibal vestur á
fjörðum) og þess vegna hafa þessir áhrifamiklu atburðir, fram að þeim
tíma, sennilega ekki haft jafn djúptæk áhrif á hann og eldri kynslóðina
í flokknum, né heldur ráðið jafn miklu um viðhorf hans, og þeirra, sem
voru í fremstu víglínu allan tímann. Af þeim sökum hefur áreksturinn
milli þeirra síðar ef til vill orðið harðari en ella.
s
Ahrifamiklar þjóðfélagskenningar koma fram
Á nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldar höfðu evrópsku jafnaðar-
mannaflokkarnir lagt megináherzlu á baráttu fyrir stórbættum lífs-
kjörum verkamanna, sem mynduðu meginhluta fylgis þeirra. Um miðja
öldina tóku þau að batna og að sama skapi fækkaði í röðum verkafólks,
jafnframt því sem fjölgaði stórlega í miðstéttum landanna. Héldu flokk-
arnir sig við sína gömlu stefnu var sú þróun líkleg á komandi árum, að
kjósendafylgi þeirra myndi, að öllu óbreyttu, skreppa saman og áhrif
þeirra og völd þar með. Kjósendur miðstéttanna myndu, hugsanlega í
stórum stíl, leita til miðju- og hægrisinnaðra flokka, jafnvel öfgasinn-
aðra. Það þótti jafnaðarmönnum óheillavænleg þróun, svo sem reynslan
frá Austurríki, Ítalíu, Portúgal, Spáni og Þýzkalandi hafði sýnt á milli-
stríðsárunum. Þeir tóku því að sníða stefnuskrár sínar jafnframt að hag
°g sjónarmiðum miðstéttanna og leita eftir fylgi þeirra, enda töldu þeir
að hagsmunir þeirra og alþýðunnar gætu mætavel farið saman. Það var
því ekki aðeins að evrópsku jafnaðarmannaflokkarnir hafi, að seinna
stríðinu loknu, viljað leggja sem mesta áherzlu á grundvallaratriði
lýðræðis og þingræðis, í ljósi fyrirstríðsreynslunnar og síðari heims-
styrjaldarinnar, sem og vegna framsóknar kommúnismans í Evrópu
eftirstríðsáranna. Þeir stóðu einnig frammi fyrir gjörbreyttum við-
horfum innanlands í löndum sínum.
Þessi þróun komst á flug í Svíþjóð árið 1928, með frægri ræðu sem
Per Albin Hansson, forsætisráðherra jafnaðarmanna, hélt í ríkisþinginu
1 Stokkhólmi, þar sem hann gerði hugsjónina um þjóðarheimilið (Jolk-
hemmet) að sameiningartákni verkalýðs og miðstétta, er stór hluti þjóð-
annnar fylkti sér síðan á bak við.21 Thorvald Stauning, forsætisráðherra
danskra jafnaðarmanna, mótaði stefnu í sama anda á aðalflokksstjórnar-