Andvari - 01.01.2009, Side 33
ANDVARI
GYLFI Þ. GÍSLASON
31
Andstadan við ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar
í febrúar 1947 lauk langri stjórnarkreppu er Stefán Jóhann Stefánsson,
formaður Alþýðuflokksins, myndaði ríkisstjórn, sem var samstjórn
Alþýðuflokksins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Gríðar-
legir erfiðleikar í efnahagsmálum voru komnir til sögunnar, sem stjórnin
brást meðal annars við með gagngerum ráðstöfunum í efnahagsmálum,
þar á meðal ströngum innflutningshöftum. Þær þrengdu þó nokkuð
hag manna og ollu því óánægju meðal almennings og launþegasam-
takanna. En ríkisstjórnin glímdi við fleiri stórmál á sama tíma, sem
voru landsmönnum erfið. Hæst bar tillögu hennar um aðild Islands að
Norður-Atlantshafsbandalaginu, sem skipti þjóðinni í tvo hópa og olli
gríðarlegum átökum við Alþingishúsið 30. marz 1949. Allt þetta var
stjórninni þungt í skauti.
í flokksstjórn Alþýðuflokksins komu upp harðar deilur um aðild
flokksins að ríkisstjórninni, er hún var til umfjöllunar, og beittu þeir
Gylfi og Hannibal sér gegn henni. Töldu þeir „tíma til þess kominn, að
Alþýðuflokkurinn markaði sér skýra stefnu, í innanlands- og utanrík-
ismálum, enda hefði hann þá átt aðild að ríkisstjórnum allar götur síðan
1939, er þjóðstjórnin var mynduð, að tveimur og hálfu ári frátöldu, er
utanþingsstjórn sat að völdum.“26 En auk þess töldu þeir að flokkurinn
hefði gert ýmis pólitísk mistök, er Gylfi rekur í Viðreisnarárunum.
Þeir greiddu atkvæði gegn myndun stjórnarinnar í flokksstjórninni
og fylgdu þeirri afstöðu eftir í þinginu. „Þar kom að við Hannibal
Valdimarsson sáum okkur ekki annað fært en að sitja hjá um vantraust
Sósíalistaflokksins á stjórnina. Jók það auðvitað mjög á deilur innan
flokksins.“27
Óljóst er hvað býr að baki þeim orðum Gylfa, að þeir félagar hafi
ekki „séð sér annað fært“ en að sitja hjá, utan það, sem þegar hefur
komið fram, en vitaskuld hafa þeir gert það að vel yfirlögðu ráði. Þeir
gengu ekki svo langt að greiða atkvæði með vantrauststillögunni, en
hefur verið mætavel ljóst hver áhrif hjásetan ein saman gæti haft. Eftir
á séð virðist hún hafa valdið meira fjaðrafoki í flokknum en efni stóðu
til. Atburður af þessu tagi var ekki einsdæmi í stjórnmálunum. Við
myndun nýsköpunarstjórnar Ólafs Thors haustið 1944 lýstu til dæmis
fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins yfir andstöðu við hana, þegar í
upphafi.28
Það er til marks um hverfulleik stjórnmálanna, að síðar meir átti