Andvari - 01.01.2009, Page 34
32
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Gylfi sjálfur, í formannstíð sinni, eftir að lenda í svipuðum aðstæðum
og Stefán Jóhann forðum. A síðustu árum viðreisnarstjórnarinnar átti
hún mjög undir högg að sækja vegna mikilla erfiðleika í atvinnu- og
efnahagsmálum. Gagnrýnendur hennar í Alþýðuflokknum kváðu
stefnu hans ekki nógu skýra, hún væri ekki nægilega aðgreind frá
stefnu Sjálfstæðisflokksins og loks hefðu ráðherrar flokksins og þing-
flokkurinn gert ýmis mistök. Þessi gagnrýni minnir á þá, sem þeir
Gylfi og Hannibal beindu að Stefáni Jóhanni við myndun ríkisstjórnar
hans. Þannig virðist sagan stundum endurtaka sig!
Deilurnar í flokksstjórninni um aðild Alþýðuflokksins að ríkisstjórn
Stefáns Jóhanns Stefánssonar snerust mjög um persónu flokksfor-
mannsins og meinta stefnu hans, sem þótti höll undir borgaraleg sjónar-
mið. En þegar nánar er að gáð má færa rök að því, að hann hafi mótað
og framfylgt stefnu, sem til dæmis sænskir jafnaðarmenn höfðu tekið
upp á þriðja og fjórða áratugnum undir merkjum þjóðarheimilisins
(folkhemmet) og miðaði að því að fylkja miðstéttinni og alþýðu manna
að baki flokknum. Hér á landi kom hún til dæmis skýrt fram í því, að
alþýðutryggingalögin frá 1936 voru fyrst og fremst ætluð alþýðunni við
sjóinn, en almannatryggingalögin árið 1946 náðu til þjóðarinnar allrar.
Þannig séð var stefna Stefáns í formannstíð hans harla samtímaleg og
framsýn. Til viðbótar hefur honum eflaust fundizt mikill ávinningur að
því að geta myndað bandalag borgaraflokkanna og Alþýðuflokksins í
ríkisstjórninni gegn Sósíalistaflokknum í stjórnarandstöðu, sem hafði
dregið sig út úr nýsköpunarstjórninni. Því auðvitað stefndi hann að því
að gera hlut hans sem minnstan.
Kynnisför til Bretlands
Svo sem vænta mátti fylgdist Gylfi vandlega með gangi þjóðmála og
menningarmála í helztu nágrannalöndum íslendinga og var vel kunn-
ugur mörgum af helztu áhrifamönnum á þeim slóðum. Er af ýmsu að
taka í þeim efnum en hér verður aðeins tekið sem dæmi er honum, sem
ungum og upprennandi forystumanni í stjórnmálum hérlendis og próf-
essor í mikilvægri háskólagrein, var boðið af brezku menningarstofn-
uninni British Council til mánaðardvalar í Bretlandi vorið 1947. Mátti
hann nota dvöl sína til að kynna sér hvaðeina að eigin ósk. Hann ákvað
að leggja áherzlu á tvennt: Annars vegar hagfræðikennslu í enskum