Andvari - 01.01.2009, Page 42
40
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
hvernig komið var. Gylfi segir í Viöreisnarárunum að hann hafi gert
sér ljóst
að haftabúskapurinn hér heima myndi valda einangrun landsins frá Evrópu
og skaða hagsmuni íslands, þegar til langs tíma væri litið. ... Ef Island ætti
ekki að einangrast frá aðalviðskiptalöndum sínum í Vestur-Evrópu, væri því
nauðsynlegt að taka upp nútímalegt kerfi efnahagsstjórnar, svipað því, sem
tíðkaðist þar.41
Hann segir einnig, að hvorki í Alþýðuflokknum né Sjálfstæðisflokknum
hafi verið „stuðningur við að taka aftur upp fyrri stefnu í efnahagsmál-
um, eins og sérstaklega Framsóknarflokkurinn lagði áherzlu á að gert
yrði, en það var í rauninni einnig stefna Alþýðubandalagsins.“ 42
Dr. Jóhannes Nordal kvað fast að orði um þetta mál í merkri grein í
Nýju Helgafelli árið 1959. Fjallaði hann þar um þá vá, sem hann taldi
þjóðina standa frammi fyrir. í upphafi ræddi hann nauðsyn þess að
ríkið markaði stefnu sína gagnvart hinum nýju evrópsku viðskiptasam-
tökum, en sagði svo:
Þrátt fyrir þátttöku í alþjóðasamvinnu að forminu til hafa íslendingar orðið við-
skila við aðra og einangrazt æ meir bak við haftamúra sína. En ákvörðunum í
málum af þessu tagi verður ekki til lengdar slegið á frest. Aðgerðaleysið er líka
svar, og ef íslendingar láta berast fyrir straumi enn um nokkurra ára skeið, er ekki
víst, hvort þeir eigi afturkvæmt inn í frjáls viðskiptasamtök vestrænna þjóða.
Jóhannes sagði síðan, að vafalaust væri hægt að halda enn lengra
áfram á braut hafta og vöruskiptaverzlunar. Það hlyti hins vegar „að
verða dýrkeypt, þar sem afleiðingin verður óhjákvæmilega óhagstæð-
ari erlend viðskipti og vaxandi einangrun frá hinum frjálsu mörkuðum
heimsins.“ Þessum alvöruorðum sínum fylgdi hann síðan enn fastar
eftir í sömu grein, er hann sagði:
í skjóli haftanna mun engin varanleg lausn fást á vandamálum útflutnings-
framleiðslunnar, svo að hún geti þróazt á eðlilegan hátt. Rökrétt niðurstaða
þessarar stefnu yrði vaxandi vöruskiptaverzlun og hægfara innlimun í efna-
hagskerfi Austur-Evrópu, þar sem allt útlit er fyrir, að það verði að lokum eina
markaðssvæðið, sem hægt verður að skipta við á hinum óhagræna grundvelli
vöruskipta.43
í þessu samhengi má geta atviks, sem gerðist tveim árum fyrr, er
vinstristjórn Hermanns Jónassonar var í deiglunni árið 1956. Þeir