Andvari - 01.01.2009, Page 43
andvari
GYLFI Þ. GÍSLASON
41
Ráðuneyti Emils Jónssonar 1958-59 ásamt forseta íslands. Frá vinstri: Gylfi Þ.
Gislason, Emil Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson forseti, Guðmundur í. Guðmundsson og
Eriðjón Skarphéðinsson.
Hermann og Gylfi höfðu verið daglangt á fundi með Lúðvík Jósepssyni
og hafði þar meðal annars verið gert ráð fyrir því, að Alþýðubandalagið
færi með viðskiptamál í stjórninni. Hélt síðan hver heim til sín í
kvöldverð, en á leiðinni fékk Gylfi bakþanka og hringdi samstundis í
Hermann, er þangað var komið. Benti hann Hermanni á, að ef æðstu
samskipti af íslands hálfu við erlenda banka, fjármálayfirvöld og
alþjóðlegar lánastofnanir yrðu í höndum kommúnista í ríkisstjórninni,
svo sem hann orðaði það, væri hætta á, að snarlega yrði skrúfað fyrir
þau, „lánalínur“ frá Vesturlöndum myndu lokast og ísland yrði ofurselt
fjárhagslegri fyrirgreiðslu frá bönkum og fjármálastofnunum austan
járntjalds. Væri auðvelt að gera sér í hugarlund hverjar afleiðingar
það myndi hafa. Hermann áttaði sig strax á mikilvægi þessa og síðan
tilkynntu þeir Lúðvík morguninn eftir, að þótt þeir gætu fallizt á að
Alþýðubandalagið (Lúðvík Jósepsson) færi með almenn viðskiptamál
1 stjórninni væru þessi tilteknu samskipti við útlönd undanskilin, sem
yrðu að vera í höndum Alþýðuflokksins (Gylfa Þ. Gíslasonar). Gerði
Lúðvík ekki athugasemd við það.44