Andvari - 01.01.2009, Síða 44
42
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Það má nærri geta, að ríkisstjórninni hefur hrosið hugur við þeirri
framtíðarsýn árið 1958, sem Jóhannes Nordal lýsti hér að framan, og
jafnframt séð í hendi sér að komin væri úrslitastund til að móta nýja
stefnu, ætti ekki illa að fara. Gylfi var eini hagfræðingurinn í rík-
isstjórn Emils Jónssonar og starfaði jafnframt í nánum tengslum við þá
Jóhannes Nordal og Jónas H. Haralz. Ráðherrunum var ljóst, að Island
stóð frammi fyrir einhverri mestu vá þjóðarinnar á lýðveldistímanum,
bæði í bráð og lengd. Bráðabirgðaráðstafanir stjórnarinnar beindust
þess vegna að því að ná um sinn valdi á vandanum og skapa svigrúm
til þess að unnt væri að móta nýja stefnu til frambúðar.
Nýskipan efnahagsmála
Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins var svo skipuð, að Emil Jónsson
var forsætis-, samgöngu- og sjávarútvegsmálaráðherra, Guðmundur
í. Guðmundsson utanríkis- og fjármálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason
mennta-, iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra og Friðjón Skarphéðinsson
dómsmála-, landbúnaðar- og félagsmálaráðherra. Gylfi hefur sagt frá
því, að ráðherrarnir hafi, upp úr miðju sumri 1959, tekið að velta fram-
haldinu fyrir sér. Stjórnin naut stuðnings Sjálfstæðisflokksins frá upp-
hafi, og þótt hann hafi ekki verið tekinn að ókyrrast síðla sumars hafi
mátt gera ráð fyrir, að stuðningi hans myndi ljúka eigi síðar en þegar
þing kæmi saman. Svo fór þó, að stjórnin sat mun lengur en búizt var
við.
Þingflokkur Alþýðuflokksins var skipaður níu þingmönnum eftir
haustkosningarnar 1959 og hann hafði að mörgu leyti sterka stöðu,
umfram allt vegna þess, að landsstjórnin var í hans höndum, þótt minni-
hlutastjórn væri. Með óformlegum þreifingum gat hann haft nokkurt
frumkvæði um tilraunir til myndunar meirihlutastjórnar. Gylfi hafði
þegar látið það í ljósi við Guðmund í. Guðmundsson, utanríkisráðherra,
hver viðhorf hans væru til framhaldsins, er þeir Emil Jónsson tóku tal
saman um málið. Þau voru fastmótuð í samræmi við grundvallarsjónar-
mið hans. Gylfi taldi, að mynda þyrfti meirihlutastjórn, sem endur-
skipulegði efnahagskerfið til frambúðar, svo að það væri sjálfbært og
starfaði hliðstætt hagkerfum annarra vestrænna þjóða. í samræmi við
það færi fram gagnger endurskipulagning á efnahagslífinu, með það