Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 45
ANDVARl
GYLFI Þ. GÍSLASON
43
fyrir augum, að það gæti starfað við rétt skráð gengi og án stórfelldra
styrkja úr ríkissjóði.
Gylfi gat ekki hugsað sér að taka aftur upp þráðinn frá ríkisstjórn
Hermanns Jónassonar 1956-1958, með öllu því hafta-, niðurgreiðslu-
og uppbótafargani, sem einkenndi efnahagsmálastarf hennar. Jafnframt
hélt hann því fram, að Framsóknarflokkurinn hefði ekki nægan skiln-
ing á nýskipan hagkerfisins á forsendum vestræns markaðsbúskapar og
tímaeyðsla væri að ræða það mál við Alþýðubandalagið. Þess vegna
væri ekki um neitt annað að ræða fyrir Alþýðuflokkinn en að óska
eftir viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarsamstarf á þessum
grundvelli. Hann hefði sýnt við ýmis tækifæri, að hann hefði skilning
á nútímalegum vinnubrögðum í hagstjórn og efnahagsmálum og eins
hefði margvíslegt samstarf við hann gengið vel í tíð minnihlutastjórn-
arinnar.
Gylfi segir í Viðreisnarárunum að það hafi komið Emil Jónssyni
þægilega á óvart, svo að ekki sé meira sagt, er hann heyrði sig
lýsa þessum afdráttarlausu sjónarmiðum sínum. Gylfi hafði alla tíð
verið kunnur af harðri andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn, bæði innan
Alþýðuflokksins, en líka á almennum vettvangi og á Alþingi. Samskipti
hans við þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi löngum verið kuldaleg,
snemma á þingferlinum hafi kastazt harkalega í kekki milli hans og
Olafs Thors, og um kynni þeirra í milli hafi naumast verið að ræða.
Emil hafi verið búinn að mynda sér skoðun á því hvaða stjórnarmynstur
væri heppilegast fyrir Alþýðuflokkinn og Guðmundur í. var honum
sammála um það. Formaðurinn hafi hins vegar ekki verið alveg kvíða-
laus fyrir því að ræða við Gylfa, þótt Guðmundur hafi hvatt hann til
þess með bros á vör. Þegar Gylfi hafði tjáð sig var fullkomin samstaða
þeirra þremenninga komin fram, auk þess sem Friðjón Skarphéðinsson,
dómsmálaráðherra, reyndist þeim sammála. Greindi Emil síðan Olafi
Thors frá þessari niðurstöðu. Upp úr því hófust síðan eiginlegar stjórn-
armyndunarviðræður, undir forystu Ólafs Thors, og tók Gylfi þátt í
þeim við hlið Emils, aðallega vegna efnahagsmálanna. Þá fyrst hafi
hann í rauninni kynnzt Ólafi; fór strax vel á með þeim og síðan sífellt
betur. Auk Emils og Gylfa tók síðan Guðmundur I. Guðmundsson sæti
i viðreisnarstjórninni, er mynduð var, sem einn af þremur ráðherrum
Alþýðuflokksins.45