Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 52
50
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
unum, landbúnaði og sjávarútvegi, en taldi sér skylt, vegna hollustu við
stjórnina, að hafa ekki mjög hátt um hana á opinberum vettvangi. En
þegar ráðherrastörfin voru að baki beið hann ekki boðanna og fjallaði
í fjölmörgum þingræðum og blaðagreinum um ófremdarástandið í
þessum atvinnugreinum, er hann taldi vera. Linnti þeim málflutningi
ekki fyrr en heilsan bilaði. Slíkur var eldmóðurinn. Hann gagnrýndi
fiskveiðistefnuna harðlega og lagði áherzlu á
nauðsyn þess að vernda verðmætustu auðlind Islendinga gegn varanlegri skerð-
ingu, þ.e. koma í veg fyrir ofveiði fiskistofna á Islandsmiðum. Hagkvæmasta
og raunar eina örugga ráðið til þess tel ég vera að gera veiðar fiskistofna, sem
þarf að vernda, háðar veiðileyfum, er verði seld, en andvirðið notað í þágu
sjávarútvegsins ,53
Samhliða þessu fór hann gagnrýnum orðum um landbúnaðinn sem
atvinnugrein. í honum hefði farið fram stórfelld offjárfesting um langt
árabil, er hafi í bráð bitnað bæði á neyzlu og lífskjörum almennings í
landinu og jafnframt verið misheppnuð vegna þess, að hún hafi ekki
verið arðsöm. Hann sagði:
Arðsemissjónarmiðið hefur ... verið látið víkja ... fyrir þeim sjónarmiðum,
sem nú er venja að kalla byggðasjónarmið, en reyndar gætir einnig hreinnar
hentistefnu og hégómadýrðar í fjárfestingarákvörðunum síðustu ára. Þetta
hefur valdið því, að í marga áratugi hefur verið fylgt rangri stefnu í landbún-
aðarmálum. Aratugum saman hefur verið haldið áfram að fjárfesta í fram-
kvæmdum, sem augljóst hefði átt að mega teljast, að engan arð gætu borið.54
Þessar tilvitnanir eru aðeins lítið sýnishorn af þeim sjónarmiðum er
hann setti fram í umræðum um málefni þessara atvinnuvega, sem hann
hóf reyndar oftast nær, en flestir aðrir þögðu um. Málflutningur hans
var oft sem rödd hrópandans í eyðimörkinni. Þó að samflokksmenn
hans hafi tekið undir þessi sjónarmið, létu þingmenn annarra flokka
sér yfirleitt fátt um finnast eða andmæltu þeim. Hér er ekki ástæða til
að fjölyrða frekar um þau, heldur skal bent á, að þau voru sömu ættar
og stuðningur hans við áætlunarbúskapinn forðum. Hann var eindregið
þeirrar skoðunar, að auðlindir þjóðarinnar á landi og í sjó ættu að vera
í eigu þjóðarinnar og höndum almannavaldsins, sem skipulegði og
stjórnaði hagnýtingu þeirra af sem mestri umhyggju og skynsemi fyrir
almannaheill. Allt var þetta af sömu rót runnið.
Það var ekki fyrr en á miðjum viðreisnarárunum eða þar um bil sem