Andvari - 01.01.2009, Page 54
52
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Benediktsson, hinn frjálslynda formann Sjálfstæðisflokksins, sem
sumarið 1945 lagði grundvöllinn að kaupum borgarsjóðs á nokkrum
nýsköpunartogurum og stofnun Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þegar
togaraútgerð einstaklinga í Reykjavík virtist í andarslitrunum.55 Leynir
sér ekki að viðhorfin í bæði skiptin eru harla skyld.
Mikilvœg samskipti við alþjóðleg fjármálasamtök
og stofnanir
Gylfi Þ. Gíslason fylgdist vandlega með þróun evrópskra viðskipta- og
efnahagsmála, í tengslum við alþjóðamálin á þeim vettvangi, öll þau
ár, sem málaflokkurinn var á hans könnu. í því efni hafði ísland mik-
illa hagsmuna að gæta. Að lífsskoðun og sem jafnaðarmaður var Gylfi
eindreginn alþjóðasinni, en jafnframt hafði hann fastmótaða skoðun
á því, að heilladrýgst væri fyrir ísland að starfa innan samfélags lýð-
ræðisríkjanna á Vesturlöndum. Þar ætti það heima og þar myndi það
dafna. Greið viðskipti þjóða í milli væru mikilvæg forsenda fyrir friði
og góðum lífskjörum almennings. Mikil verkefni blöstu því við er hann
tók við embætti viðskiptaráðherra í árslok 1958.
Gylfi hafði forgöngu um gerð einhverra mikilvægustu viðskipta-
samninga, sem íslendingar gerðu á 20. öldinni, er treystu atvinnulífið
og stórbættu lífskjörin í landinu. Hafði hann þannig yfirumsjón með
gerð lánasamninga við Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn,
til dæmis í upphafi viðreisnar. Árið 1964 samþykkti Alþingi, að tillögu
hans, að óska eftir að ísland fengi aðild að Samkomulaginu um tolla
og viðskipti (GATT). Fóru síðan fram samningaviðræður um fullgilda
aðild, er lauk með samningi árið 1967. Hún leysti þó ekki vanda lands-
manna, sem yrði til þegar viðskiptabandalögin kæmust á laggirnar í
Evrópu. Samningurinn var því áfram undir smásjánni og smám saman
þróuðust mál á þann veg, að aðild íslands að Fríverzlunarsamtökum
Evrópu (EFTA) var talin álitlegasti kosturinn. Lagði Gylfi tillögu í
þá veru fyrir ríkisstjórnina, er samþykkti í árslok 1967 að óska eftir
heimild Alþingis til þess að mega hefja viðræður um aðild landsins að
samtökunum.
Tillagan um aðildarviðræður var samþykkt árið 1968 af 35 þing-
mönnum Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og þremur þingmönnum