Andvari - 01.01.2009, Page 58
56
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Fjórir flokksformenn norrœnna jafnaðarmanna: Frá vinstri: Gylfi Þ. Gíslason, Olof
Palme (Svíþjóð), Jens Otto Krag (Danmörku) og Trygve Bratteli (Noregi).
Ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar, að jafnaðarstefna fjalli einungis um
stjórnmál og efnahagsmál. Jafnaðarstefnan í Evrópu er sprottin úr aldagömlum
jarðvegi mannúðarstefnu og siðgæðishugmynda sígildrar heimspeki og kristi-
legrar siðfræði. Þjóðfélag þarf ekki aðeins að grundvallast á batnandi hag
samfara vaxandi afkomuöryggi. Þjóðfélag er því aðeins gott og réttlátt, að það
mótist af frelsi og jafnrétti. Og frelsið verða menn að hagnýta til þess að öðlast
aukinn þroska. En það er ekki nóg að efla frelsi, réttlæti og hagsæld. Jafnframt
verður að stefna að fegurra mannlífi. Þess vegna verður menning að vera einn
af hornsteinum góðs og réttláts þjóðfélags. ... Menning er ekki aðeins lykill að
lífshamingju, heldur einnig undirstaða vaxandi velmegunar.64
Af þessu má sjá, að það voru fastmótaðar skoðanir, sem réðu gjörðum
hans á þessum vettvangi. A grundvelli þeirra mótaði hann nýja stefnu í
mennta- og menningarmálum, sem hafði þann tilgang að gagnast sem
flestum og koma þjóðinni allri til góða. Og hún var einnig í samræmi
við grundvallarbreytinguna á vestrænum jafnaðarmannaflokkum um
og fyrir miðja 20. öldina, er þeir breyttust úr þröngum stéttaflokkum í
víðsýna flokka vinstri- og miðjumanna, sem hver og einn hafði hags-
muni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi, svo sem áður hefur komið fram.
Að sjálfsögðu naut Gylfi þess, að hann var menntamálaráðherra