Andvari - 01.01.2009, Side 65
ANDVARI
GYLFI Þ. GÍSLASON
63
á forræði utanríkisráðuneytisins. Samt er það ekki svo, að forsætisráðu-
neytið hafi alfarið sleppt af því hendinni og síðar átti menntamálaráð-
herra jafnframt eftir að taka við því, eins og áður segir, þótt formlega
hafi það ekki flutzt í ráðuneyti hans. Stjórnsýslulega var þessu á svip-
aðan veg farið í Danmörku, þar sem þessi sömu ráðuneyti forsætis,
menntamála og utanríkismála höfðu það með höndum. Formlegt for-
ræði þess var í danska menntamálaráðuneytinu, utanríkisráðuneytið
fylgdist með því gegnum sendiráðið í Reykjavík, en forsætisráðherrann
fór lengstum með það í reynd.
Að málið skyldi mestmegnis vera í höndum utanríkisráðuneytisins
1 Reykjavík fram á miðjan sjötta áratuginn gæti helgazt af því, að litið
hafi verið á það sem milliríkjamál, auk þess sem sendiráð íslands í
Kaupmannahöfn var einn öflugasti erindreki ríkisins í útlöndum. Þegar
Olafur Thors myndaði ríkisstjórn sína haustið 1944 var hann bæði for-
sætis- og utanríkisráðherra og þar af leiðandi heyrði málið sýnilega
undir hann, fremur en menntamálaráðherrann. í ráðuneyti Stefáns Jóh.
Stefánssonar, er myndað var í febrúar 1947, var Bjarni Benediktsson
utanríkisráðherra og Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra. Ekki var
þá minnzt á það í auglýsingu stjórnarráðsins, um skipun og skipt-
ingu á störfum ráðherra, hver skyldi fara með handritamálið. Þess
vegna má leiða líkur að því, að það hafi fylgt utanríkisráðuneytinu, er
Bjarni Benediktsson tók við því úr hendi Olafs Thors. Enn myndaði
Olafur nýja stjórn í desember 1949 og var Bjarni þá bæði utanríkis- og
ttienntamálaráðherra og málið því vafalaust enn í hans höndum. Um
naiðjan marz 1950 myndaði Steingrímur Steinþórsson ríkisstjórn sína
og var Bjarni utanríkisráðherra í henni, en Björn Ólafsson menntamála-
ráðherra. Líklegast er að handritamálið hafi verið um kyrrt í utanríkis-
ráðuneytinu og þá einnig í fjórða ráðuneyti Ólafs Thors 1953, þar sem
Kristinn Guðmundsson var utanríkisráðherra en Bjarni Benediktsson
menntamálaráðherra. Þegar Hermann Jónasson myndaði ríkisstjórn
sína á miðju sumri 1956, hafði ekki verið mikil hreyfing á málinu um
tveggja ára skeið og óljóst um framhaldið. Guðmundur í. Guðmundsson
varð utanríkisráðherra í nýju stjórninni en Gylfi menntamálaráðherra.
víst er, að ekki vatnaði milli þeirra flokksbræðranna og Guðmundur
hefur örugglega ekki lagzt gegn því að Gylfi tæki við forræði málsins.
varð hann þannig nokkurs konar sérlegur ráðherra í handritamálinu, ef
svo mætti segja.
Þessi hljóðláta en mikilvæga breyting árið 1956 hefur eflaust ekki