Andvari - 01.01.2009, Side 72
70
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
ljóð eftir Tómas Guðmundsson, hafa verið prentuð, komið út á hljóm-
plötum og diskum og orðið mjög vinsæl. Ljóð hans voru Gylfa einkar
hugstæð og ljóðabækur hans voru alltaf við höndina á heimili Gylfa.76
Á efri árum setti hann saman margar tónlistardagskrár til flutnings í
útvarpi um nokkur helstu tónskáld veraldarsögunnar og þekktustu verk
þeirra, sem og frægustu tónlistarmenn heimsins. Augljóst má vera, að
ást hans á tónlistinni og löngun fræðarans til að miðla henni til almenn-
ings hefur farið saman, er hann tók sér þetta verkefni fyrir hendur. Enn
sem fyrr beindist viðleitnin að því að bæta og fegra mannlífið.
Gylfi átti mjög gott með að koma fyrir sig orði og skreytti mál
sitt gjarnan með skemmtilegum smásögum, sem hann virtist kunna
ógrynni af, frekar en hann væri mjög hnyttinn sjálfur. Ég hygg, að
allt hið ritaða mál, sem frá honum kom á ráðherraárunum (og síðar)
hafi hann fyrst samið og lesið jafnóðum inn á segulband og síðan sett
í vélritun, enda tæpast annað fært, slíkt sem magnið var. Margoft var
hann fenginn til að flytja setningarræður, þegar menningarviðburðir
fóru fram, og bera þær allar vott um gagngera þekkingu, skilning og
aðdáun á æðri menningu og listum. í rauninni kemur heimspekilegur
þankagangur víða fram í þeim og boðskapur um kærleik, ást og feg-
urð í mannlífinu, sem honum varð svo tíðrætt um. Fagurt mannlíf var
æðsta hugsjón hans.
í stjórnmálaræðunum kom alltaf fram mikil þekking á viðfangs-
efninu, einkum þegar hann fjallaði um hagræn málefni og alþjóðleg
samskipti íslands í efnahagsmálum og fjármálum, þar sem hann var
á heimavelli. Þær voru afar málefnalegar og ekki minnist ég þess
að hafa í þeim rekizt á persónulega áreitni eða óvild í garð nokk-
urs manns, og lenti hann þó oft í pólitískri orrahríð. Þegar hann leit
yfir farinn veg og fjallaði um pólitíska mótherja sína rakti hann ekki
aðeins pólitísk ágreiningsefni, heldur dró gjarnan fram persónulega
kosti þeirra.
Þegar Gylfi lét af virkum stjórnmálastörfum réðst hann á nýjan
leik til starfa við viðskiptadeild Háskóla íslands. Var hann skipaður
prófessor við deildina og starfaði þar sem slíkur árin 1972-1987.
Það hefur eflaust verið honum mikil lífsfylling að geta snúið aftur
til skólans í lok stjórnmálaferils síns, eins hjartfólginn og háskólinn
og kennslan voru honum. Tók hann við kennslu í sinni gömlu aðal-
grein, almennri rekstrarhagfræði, en einnig í nýlegum námsgreinum.
Jafnframt gerðist hann brautryðjandi í deildinni með því að gera