Andvari - 01.01.2009, Page 83
SVEINN EINARSSON
Söguhetjan Jörgen Jiirgensen
I
Það er býsna fróðlegt að leiða hugann að því hvaða sögulegar hetjur hafa
orðið seinni tíma skáldum yrkisefni. Þar er auðvitað fyrst til að taka persónur
úr Islendingasögum, eins og Gunnar á Hlíðarenda. Menn hafa samið sögur
og leikrit með minnum úr sögunum, en flest hafa þau mátt hlýða sama dómi
°g Njáluleikrit Jóhanns Sigurjónssonar, Mörður Valgarðsson: En Njála er
til, eins og Árni Pálsson orðaði það í grein í Eimreiðinni 1920. Gunnar og
Hallgerður og Njáll og Bergþóra og Gísli Súrsson og Grettir og Egill eru
auðvitað ekki bara sögulegar persónur, þær eru einnig hugarsmíð skálda.
Erlendir menn hafa einnig reynt að semja skáldsögur og leikrit um persónur
Islendingasagna en sjaldnast haft erindi sem erfiði. Betur hefur stundum tek-
!st í ljóðum eins og Gunnarshólmi er hvað besta vitni um; en eitt frægasta
kvæði sænskra bókmennta, eftir Verner von Heidenstam, fjallar einnig um
Gunnar Hámundarson.
Farsælla hefur þó oftast reynst að taka fyrir sögulegar persónur sem sann-
anlega hafa verið til og bregða á þær nýju ljósi, bæði á rauntíma þeirra, þ.e.
þegar þær voru uppi, ellegar á rauntíma skáldsins sem um þær fjallar.
Það er fróðlegt að skoða hvaða íslendingar fyrri alda hafa hleypt ímynd-
unafli skáldanna á flug öðrum fremur. Þó að Jón Sigurðsson hafi þótt fara
fyrir flestum öðrum íslendingum, er ekki mikið um lifandi skáldskap sem
lýsir honum. Til eru auðvitað sagnfræðilegar ævisögur, einn sjónvarpsþáttur
að minnsta kosti, og svo fjöldi lofkvæða, sem fæst hafa þótt hafa mikið bók-
menntalegt gildi. En alkunna er að þjóðhetjur á borð við Jón Sigurðsson hafa
iðulega verið yrkisefni manna úti í heimi, sérstaklega ef þær stóðu á líkum
fæti í þjóðernisbaráttu eins og Jón gerði hjá okkur.
Þá hefur stríðsmaðurinn Jón biskup Árason orðið fleiri skáldum meira
umfjöllunarefni. Mörg eru kvæðin, sem lútersk skáld hafa ort um þennan
kaþólska biskup; Torfhildur Hólm, sú merkilega kona á íslenskum ritvelli,
samdi fyrst íslendinga um hann heila skáldsögu; þekktari er skáldsaga
Gunnars Gunnarssonar. Nýlega kom svo skáldsaga eftir samtímahöfundinn
Olaf Gunnarsson, Öxin og jörðin, og var stuttu eftir útkomu einnig breytt í
•eikritsform. En sá gamli, eins og biskup kallar sig í víðkunnu kvæði, var