Andvari - 01.01.2009, Síða 84
82
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
þó kominn á leiksvið fyrr. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson efndi heit sitt
við Sigurð málara að taka fyrir í leikskáldskap efni úr sögu þjóðarinnar og
samdi um aldamótin 1900 mikinn harmleik um síðustu daga biskups; þessi
leikur var fyrst fluttur í útvarpi á stríðsárunum en loks frumfluttur á leik-
sviði í Þjóðleikhúsinu þjóðhátíðarárið 1974. En um 1950 sýndi Konunglega
leikhúsið í Kaupmannahöfn annað leikrit um biskup Jón eftir Tryggva
Sveinbjörnsson, og sama ár var það leikið í Þjóðleikhúsinu, þegar slétt 400 ár
voru liðin frá aftöku biskups og sona hans. Það leikrit hefur ekki hlotið eins
góð eftirmæli, en þá staðreynd að þetta yrkisefni sótti á Tryggva á þessum
árum og að leikurinn kom þá fram, hef ég tilhneigingu til að líta á sem and-
svar íslendings við gremju margra Dana yfir sambandsslitunum; hann vildi
minna á að sú saga hefði ekki alltaf verið óaðfinnanleg af Dana hálfu, svo að
notað sé kurteislegt orðaval. Jón Arason hefur löngum verið þjóðernishetja
í augum íslendinga.
En ef Jón Arason er hvað vinsælasta yrkisefni íslenskra skálda af þeim
mönnum sem hér hafa lifað og stritað, kemur í ljós að í öðru sæti á vin-
sældalistanum er útlendingur, Jprgen Júrgensen, á íslensku nefndur Jörundur
hundadagakonungur, maðurinn sem við minnumst sérstaklega á þessu ári,
2009. Hér verður sem sagt reynt að fjalla um Jörund í skáldskap. Ég sleppi því
að geta um lærðar doktorsritgerðir og annan sögulegan fróðleik, sem kennt
er við sannleiksleit, en held mig við það sem hins vegar hefur verið kallað
fabula.
II
Sá fyrsti sem gerir Jörund að verulegu yrkisefni er hann sjálfur. 0| þó. Þegar
hundadagakonungdómi hans lauk á Islandi urðu ýmsir hagmæltir Islendingar
til að nýta tækifærið og berja á þeim sem beðið hafi ósigur, þó að ýmsir
hefðu gapað upp í hann meðan veldi hans stóð. Þannig orti til dæmis - vænt-
anlega - Finnur Magnússon síðar leyndarskjalavörður í Kaupmannahöfn og
misheppnaður rúnafræðingur eftirfarandi:
Þar féll jarl jarla,
Jörundur, kjörinn,
varð minni Merði
mera taglskeri;
lét sig þá lýsa
landráðum fjandi;
gekk svo með gikkjum
grey úr öndvegi.
Ég býst við að þetta muni flokkast undir dýrt kveðinn níðkveðskap. Ekki