Andvari - 01.01.2009, Síða 87
andvari
SÖGUHETJAN JÖRGEN JURGENSEN
85
sér í námi sínu þar með að semja grafskriftir á leiði fólks. Hið sama gerði
Jörundur sjálfur síðar í Suðurálfu. Margir hafa látið þess getið að Jörgen hafi
verið bráðgreindur að upplagi og til dæmis mikill málamaður, en auðvitað var
formlegri menntun hans ábótavant; hann stökk ungur til sjós á vit ævintýr-
anna, 13 ára að sumra sögn. Og hér ræðst hann gegn lærdómshroka. Þeim
hroka átti hann eftir að kynnast vel, ekki síður en ættarhroka aðalsborinna
manna, og er Alexander kapteinn Jones eitt augljósasta dæmið.
Fyrir fróðleiks sakir ætla ég svo að nefna enn tvö rit og er ekki allt talið,
þar á meðal ekki sérstök frásögn af íslandsævintýrinu, sem mér skilst að aldrei
hafi verið þýdd formlega og nefnist: Historical Account of a Revolution on
the island oflceland in the Year 1809, og er eins og flest sem varðveist hefur
eftir Jörund að finna í Egertonsafni í British Museum og nefnt 2067 og 2068,
og að sögn Jóns Þorkelssonar 381 blaðsíða. Annað er Lofgjörð íslendinga til
Alexanders Jones, mikill leirburður undir fornyrðislagi sem varðveist hefur í
þessari syrpu í breska safninu og með latneskri þýðingu. Claudio Magris, sem
ég síðar kem að, heldur því fram að upphaflega hafi drápan verið samin Jörundi
til lofs og dýrðar, en eftir að breska herskipið sigldi inn á íslandsstrendur með
kaptein Jones, sem tókst að leysa hundadagakóngsríkið upp, hafi snarlega verið
skipt um áritun. Og skáldið hafi verið Finnur Magnússon. Svo er eftirfarandi
frásögn, sem ég veit ekki hvernig tengist hundadaga-konunginum: E. Olavii del
monte glaciale Myrdalino 1756. Sem Skaftfellingur get ég ekki neitað mér um
að nefna þetta verk hér, þó að alkunna sé að Jörundur komst aldrei yfir Jökulsá
á Sólheimasandi á yfirreið sinni um ísland.
III
í*á er komið að því sem aðrir hafa ritað um Jörgen og er það ótrúlega mikið
að vöxtum, Nýlega kom til dæmis út ævisaga hans í Bretlandi og nefndist The
English Dane (2005) eftir konu að nafni Sarah Bakewell, þannig að það eru
ekki bara íslendingar sem láta sér annt um Jörund eða láta ævintýri hans ýta
við sér. Og áður munu fyrir utan Jón Þorkelsson og Espólín og aðra hér ýmsir
eriendir menn hafa ritað æviágrip hans, Crane heitir einn, Stephenson annar,
eða svo segir Jörundur í ævisögu sinni; ég þekki ekki þessi rit. Þorsteinn
Erlingsson reyndist sumsé sannspár í kvæði sínu um Jörund, þegar hann lýsir
brottför Jörundar frá íslandi og leggur þessi orð honum í munn:
„ - en geymd verður saga, og geymd verða ljóð,
og getið mun Jörundar þar.“
Eetta kvæði Þorsteins, prentað í Þyrnum, 1897, er einmitt fyrsti markverði
skáldskapurinn sem fjallar um hundadagakonunginn, sem hér verður gerður