Andvari - 01.01.2009, Síða 95
andvari
SÖGUHETJAN JÖRGEN JÚRGENSEN
93
hann ekki verið, en líklega nokkuð hroðalegur í orðbragði á sjómannavísu,
og orðið minna fyrir að hóta illu en enda það. Það er ekki hægt að benda á,
að hann hafi gert sér far um að vinna nein sérstök fantaverk í meiðingum eða
misþyrmingum við menn á íslandi, en fruntaskapurinn og hranaskapurinn
hefir verið því meiri. Það sýnast þvert á móti hafa verið einhverir mannspartar
í honum innan um, eins og kom fram þegar hann var að bjarga skipshöfninni
úr brunanum, og það virti Hooker við hann alla daga síðan, kallaði hann vin
sinn og taldi hann lífgjafa sinn, enda brást hann einn allra manna Jörundi
aldrei. Sjálfsagt hefir Jörundur verið hégómagjarn, og nokkuð talhlýðinn, því
annars hefði hann varla tekið sér excellence nafnbótina, og hviklyndur var
hann og flysjungur í aðra röndina og óstöðugur; í stjórnbyltingarsögu sinni
og öðru því, er hann hefir ritað, hleypur hann venjulega úr einu í annað og fer
yfir alt á hundavaði, og er hvergi nærri að trúa orðum hans alténd. En eitt er
einkennilegt, og það er, að hann hefir verið hinn mesti trúmaður. Þess vegna
sagði hann, að Trampe hefði verið nær að vera dálítið guðræknari og fara í
kirkju, því að þá hefðu þeir ekki getað tekið hann, þegar þeir gerðu það“.
Þetta er sem sagt skrifað hálfri öld eftir að Jörundur var allur hinum megin
á hnettinum. Samtímamaður var hins vegar skólabróðir hans í Efterslœgt-
skolen, skáldið Adam Oehlenschláger, og segist svo frá í endurminningum
sínum: „For resten var der en saa god Spektakelmager, som man kunde for-
lange, i fprste Klasse, den berpmte Jurgensen, der siden blev Konge paa Island.
Det var en ægte Uglspil - og i denne Uglspilscharacteer vare hans Galskaber
undertiden vittige nok[...] Dette Uglsspilsvæsen har han siden i sit Liv fort-
sat, og man seer tydeligt, at Herredpmmet paa Island var en Fortsættelse af
Löjerne i Efterslægten, kun efter stprre Maalestok, der let kunde koste ham
hans hals“.
En ef líta skal á hundadagaævintýrið sem uppistand eins Ugluspegils, þá er
þó staðreynd, að það eru fleiri en við íslendingar og ekki síst skáld okkar og
fræðimenn, sem hafa fundið ástæðu til að meta við hann þetta uppistandslíf.
I eftirmælum um hann látinn sem birtust í Hobert Town Advertiser 1841 segir
uefnilega svo ef ég má snara því á íslensku: „A síðustu árum var hann allilla
farinn og bjó við ótrygg kjör, en dró fram lífið með ritstörfum og fjárstyrkjum
frá vinum í Danmörku. Það er aðeins í okkar höndum að geta um lát hans - að
lýsa skaphöfn hans væri útilokað. Hún var i sannleika, eins og líf hans allt,
blandað ævintýri góðs og ills; en nú er hann allur, svo að við skulum grafa
hans lakari hliðar með honum. Hann lést á Colonial Hospital sl. þriðjudag 72
ara að aldri [hér er reyndar talsvert oftalið, hann var tæplega 61 árs, að segir
1 bók Söru Bakewell], og það eru margir, bæði í þessari nýlendu og annars
staðar, sem munu harma dauða Jorgen Jorgensens“.