Andvari - 01.01.2009, Page 100
98
HANNES BJÖRNSSON
ANDVARl
Gustav Fechner (1801-1887) grundvallandi rit sitt um sáleðlisfræði, Elemente
der Psychophysik. Þar með varð sálfræðin fræðigrein um mannslíkamann,
einkum taugakerfið, ekki síður en mannshugann.
Að vísu má um margt taka undir aðfinnslu Þorsteins Gylfasonar. Hvernig
getur sálfræði verið hreinræktuð, vélræn líffræði? Það er í raun stóra spurn-
ingin sem sálfræðin er ávallt að kljást við og sýnist sitt hverjum. Schmidgen17
bendir á þá þverstæðu að með allri tækninni gerðist það að sálfræðin fór að
skoða það sem hefur verið kallað „svartur kassi“. Þá er átt við að hún sé að
fjalla mjög vísindalega um eitthvað sem hún hefur ekki hugmynd um hvað er í
raun. Segja má að þetta verði einhvers konar „ályktunarsálfræði“. Það er ekki
fyrr en með nútíma sneiðsjártækni sem við sjáum raunverulega hvað er að
gerast í heila manna. Hins vegar segir það okkur ekki sjálfkrafa hvað hugur
er. Því hefur það alls ekki verið algilt að sálfræðingar hafi yfirgefið heim-
spekina vegna tækninnar18 þó svo að flestir fræðimenn19 vilji leggja mesta
áherslu á náttúruvísindalegan uppruna sálfræðinnar.
Ætt og uppruni Hannesar Arnasonar
Hannes Árnason fæddist að Belgsholti í Melasveit þann 11. október 1809
og var skírður samdægurs í sóknarkirkjunni að Melum sem var á annan
kílómetra sunnan við bæinn. Þar sat þá í góðu búi sr. Bjarni Arngrímsson
(1768-1821). Hann var lærdómsmaður og strangur barnafræðari, sem rit-
aði og þýddi ýmsar bækur. Hægt var um birtingu þar sem eina prentsmiðja
landsins var að Leirá í Leirárgörðum í austanverðu prestakallinu. Sr. Bjarni
var mjög náinn samstarfsmaður Magnúsar Stephensen sem þá bjó að Leirá20
og þýddi til að mynda ritið Sálar-Frœði, œtluð námfúsum Unglíngum: eink-
um Kénnslu Bprnum eftir J. H. Campe.21 Segja má að í prestakallinu hafi
hámenning íslands verið til staðar. Þar voru nýjustu menningarlegu straum-
arnir, fjölmiðlarnir, fjármagnið og tónlistin, en Magnús hafði flutt með sér
fyrsta og eina orgel landsins til Leirárkirkiu. Það var selt út aftur að honum
látnum 1833.22
Faðir Hannesar var Árni Davíðsson (1774-1816) sonur Davíðs Jónssonar
frá Hellisfirði og konu hans Guðrúnar Þórarinsdóttur prests á Skorrastöðum,
Jónssonar.23 Árni var stúdent frá Hólavallaskóla 1798 með góðum vitnisburði,
en á skólaárum sínum var hann skrifari hjá Olafi stiftamtmanni Stefánssyni
sem studdi hann til námsins. Að námi loknu vann hann við skriftir og önnur
störf fyrir Ólaf. Hann settist að búi í Belgsholti 1805 þegar hann kvæntist
ekkjunni þar, Þóru Jónsdóttur. Árni sótti um brauð að minnsta kosti tvisvar
en fékk ekki. Hann drukknaði í kaupstaðarferð við Akranes 21. apríl 1816.
Móðir Hannesar var Þóra Jónsdóttir (1771-1834), dóttir sr. Jóns Hannes-