Andvari - 01.01.2009, Side 104
102
HANNES BJÖRNSSON
ANDVARI
Eftirmælin
Fáir íslendingar hafa fengið hraklegri eftirmæli en Hannes Árnason fær frá
Jóni Ólafssyni ritstjóra (1850-1916) í blaði hans Skuld:
t 1. f. m. andaðist í Rvík prestaskólakennari Hannes Árnason,67 (sic!) ára;
var hann um mörg ár tímakennari jafnframt við inn lærða skóla. - Séra Hannes var
það, sem kallað er dagfarsgóðr maðr og stórlýtalaus, en einskis manns hugljúfa ætlum
vér hann verið hafa og engum harmdauða, og mun þó naumast neinum heldr hafa
verið kalt til hans. Innihaldslítil og afkastasmá virðist slík æfi að vera að kvöldi - og
mun svo oftast um þá, er hvorki hafa fyrir neitt né neinn að lifa fyrir utan sjálfan sig,
sitt daglega brauð og þær krónur, sem afgangs kunna að verða nauðþurftunum, - Við
fátæka ættingja sína var sr. H. merkilega ræktarlaus.43
Af þessu spunnust nokkur andsvör. Meðal þeirra sem bentu ritstjóra Skuldar
á villu síns vegar voru skáldpresturinn Matthías Jochumsson ritstjóri Þjóðólfs,
Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar og sr. Benedikt Kristjánsson á Grenjaðarstað
í grein í Norðanfara. Þjóðólfur birti erfiljóð eftir Steingrím Thorsteinsson,
samkennara sr. Hannesar úr Lærða skólanum, á forsíðu sinni þann 30. des.
1879 og ritstjórinn segir í tilkynningu um látið:
í séra Hannesi hefir land vort séð á bak einum sinna spaklyndustu fræðimanna,
alúðarmestu kennara og grandvörustu sona. Hann var eflaust bezt að sér allra
íslendinga, sem nú lifa, í heimspekilegum fræðum. Heimsmaður var hann enginn og
frásneiddur öllum ytra lífs glaumi, en öllum, sem þekktu hann bezt, þótti mest til hans
persónu og mannkosta koma.44
Björn Jónsson tók í sama streng í Ísafold þann 12. desember:
Þar fór vandaður og samvizkusamur maður, bæði í embætti sínu og þar fyrir utan. Hann
mun hafa verið kominn hátt á sjötugs aldur, var alla tíð fremur heilsulinur, en hjelt
veikum líkama við með sterkri hófsemi og reglusemi. Hannes gjörði mikið gott á þann
hátt, að „hans hægri hönd vissi ekki hvað sú vinstri gjörði“.45
Sr. Benedikt svaraði einn tilkynningu Skuldar beint á prenti.46 í bréfi sem
birtist í Norðanfara lýsir hann hneyklun sinni á „orðum um æfi og fram-
ferði“ Hannesar Árnasonar sem birtust í Skuld og fullyrðir „að hver sá sem
þekkti síra H„ hlaut að elska hann og virða“. Þá hrekur hann staðhæfingar
ritstjóra Skuldar um að Hannes hafi lifað innantómu lífi og verið ræktarlaus
við fátæka ættingja.
I framhaldi af þessum skrifum birti Jón leiðréttingu í SkuldA1 þar sem
hann tók aftur þau orð „er lýstu rýru áliti voru á lífi hans og mannkostum“
og sagðist vona „að enginn felli rýrð á minning séra Hannesar fyrir ummæli