Andvari - 01.01.2009, Side 105
andvari
SÁLFRÆÐI HANNESAR ÁRNASONAR PRESTASKÓLAKENNARA
103
vor, eftir að vér höfum lýst því að vér viðrkennum sjálfir, að þau hafi verið of
hvatlega feld“.
Þrátt fyrir þessa opinberu afsökunarbeiðni Jóns Olafssonar varð hann einn
helsti heimildarmaður um Hannes Árnason þegar frá leið með lítt jákvæðari
æviminningum sínum sem birtust fyrst í Iðunni.48
Arfurinn
Hannes gaf allar eigur sínar, sem námu 30.315 kr. við skipti dánarbúsins, til
að koma á fót styrktarsjóði sem var ýmist nefndur „Legatið“ eða „Hannesar-
legatið“, en „Styrktarsjóður Hannesar Árnasonar“ hin síðari ár. Meðan systir
Hannesar lifði voru fjármunirnir í ávöxtun og hún þáði lífeyri sem upphaflega
nam 400 kr. árlega, en við andlát hennar hófust úthlutanir. Þeirra var beðið
nieð mikilli eftirvæntingu.49
Legatið átti að veita styrki til náms við erlenda háskóla með 2.000 kr.
árlega, en sú upphæð samsvaraði embættismannalaunum. Styrkurinn var
greiddur í þrjú ár fyrir nám í heimspeki. Eitt ár í Kaupmannahafnarháskóla
en tvö í þýskum háskóla. Fjórða árið var veittur styrkur til alþýðlegrar fræðslu
í Reykjavík. Styrkurinn var veittur sjötta hvert ár en eyddist að mestu í óða-
verðbólgu. Árið 2004 var sjóðurinn lagður niður að frumkvæði Ríkisendur-
skoðunar þrátt fyrir ábendingar úr heimspekideild Háskóla Islands um menn-
ingarsögulegt gildi hans.
Styrkþegar50 voru Ágúst H. Bjarnason,51 Guðmundur Finnbogason,52
Sigurður Nordal,53 Björg Þorláksdóttir Blöndal,54 Stefán Pjetursson, Símon
Jóhannes Ágústsson,55 Matthías Jónasson,56 Ármann Snævarr, Páll S. Árdal,57
Sigurjón Björnsson og Þorsteinn Gylfason.58
Þessir styrkir skiptu afar miklu fyrir iðkun íslenskrar heimspeki á sínum
tíma.59 Jafnvel hefur verið talað um ákveðið blómaskeið íslenskrar heimspeki
vegna þeirra.60
Fyrirlestrarnir
Reir fyrirlestrar Hannesar Árnasonar í sálfræði sem hafa varðveist eru frá
árabilinu frá 1852 til 1865. Ágúst H. Bjarnason61 segist hafa undir höndum
emtak eftir séra Benedikt Kristjánsson sem lauk prófi 186962 og því ættu þeir
fyrirlestrar að vera frá 1868. Guðmundur Finnbogason63 segist hafa farið yfir
fyrirlestra frá 1878 en tilgreinir ekki eftir hvern uppskriftin er.
Fyrirlestrar Hannesar í rökfræði og steinafræði eru einnig varðveittir í
yrnsum uppskriftum. Rökfræðin var undanfari sálfræðinnar og fylgir þeim