Andvari - 01.01.2009, Side 110
108
HANNES BJÖRNSSON
ANDVARI
og þó svo að Hannes „færi víðast hvar eftir Sibbern“, líkt og gert var víðar,
til dæmis í Svíþjóð,96 á þessum tíma, þá er það á gagnrýninn hátt og með
fjölda tilvísana í aðra fræðimenn sem eru honum hugleiknir. Þá er sá kafli
sem Agúst greinir (um stigveldi lífsins) ekki sérstaklega einkennandi fyrir
Sibbern, heldur framsetning á líffræði sem í megindráttum má rekja allt til
Aristótelesar.
Gagnrýni Agústs á fyrirlestra Hannesar tekur aðeins til fyrsta hluta þeirra
sem er líffræðilegur.97 Hann fjallar ekkert um hina eiginlegu sálfræði sem
kemur í framhaldinu. Fyrst fjallar Ágúst um líffræðina sem er undanfari sál-
fræði og svo um siðfræðina sem sálfræðin er undirstaða fyrir. En fyrirlestrar
Hannesar Árnasonar eru alls ekki um siðfræði þó svo að hið skilyrðislausa
skylduboð Kants, eða fjallræða Jesú, kunni að skína í gegn í þeim. Hlutverk
sálfræði Hannesar er að vera undirstaða fyrir siðfræði.98
Sem sannur framhyggjumaður getur Ágúst ekki á sér setið að geta þess að
þessi „lífssýn“ verði tæpast rökstudd, en það virðist ekki skipta máli þegar
hann greinir frá tíðum umræðum um óleysanlegar spurningar er hann hyllir
minningu Hpffdings99 líkt og vísað er til hjá Ebbeson og Koch.100
Ágúst H. Bjarnason hafði (líkt og aðrir framhyggjumenn) mjög ákveðnar
skoðanir bæði um trúarbrögð101 og aðrar heimspekistefnur en framhyggjuna,
svo sem hjá Christian Wolff,102 en danska hughyggjan sem gat af sér Sibbern
og Hannes spratt einmitt úr þeim jarðvegi. Ágúst var því mjög takmarkaður
af forsendum framhyggjunnar í mati sínu. Honum virðist hafa þótt lítið til
Sibbern koma,103 en hann var hugfanginn af arftaka hans,104 Haraldi Höffding
sem var lærifaðir Ágústs. Samskipti Ágústs og Höffdings eru rakin að hluta
hjá Jörgen Pind.105 Höffding106 telur aftur á móti Sibbern vera einn mesta
heimspeking Dana og hið sama gera nútímafræðimenn.107
Það verða skil í sögu sálfræðinnar um aldamótin 1900.108 Fram að þeim
tíma var greinin mjög tengd trúarbrögðum en á skömmum tíma rofna þau
tengsl algerlega. Sú breyting kann að skýra hve auðvelt Ágústi H. Bjarnasyni
og Guðmundi Finnbogasyni109 virðist að afgreiða fræðimanninn Hannes
Árnason, þó svo að þeir beri greinilega hlýjar tilfinningar til mannsins sem
styrkti þá til utanfarar og æðri menntunar.
Kennarinn
Bæði á Þjóðskjalasafni og í handritadeild Landsbókasafns eru til gögn tengd
Hannesi Árnasyni sem ekki hafa verið rannsökuð skipulega. Þar á meðal eru
bréfaskipti Hannesar við Eirík Magnússon, Jón Sigurðsson forseta og Konráð
Maurer prófessor, varðveitt í handritasöfnunum Lbs. 2418, 4to og Lbs. 2183,
4to.