Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2009, Side 112

Andvari - 01.01.2009, Side 112
110 HANNES BJÖRNSSON ANDVARI hæfileika til að gera áheyrendum sínum hana skiljanlega og vekja áhuga þeirra fyrir henni. Yfirleitt hafi fyrirlestrar Hannesar Árnasonar stuðlað að því að auka sjálfstæða hugsun stúdentanna, og hjálpað þeim til að skilja og tileinka sér aðrar námsgreinar. Þá segir hann, að dócentinn hafi með sínum heiðarlega og mannúðlega hugsunarhætti áunnið sér hollustu og virðingu nemenda sinna og þannig hafi öll kennslustarfsemi hans haft gagnlega þýðingu fyrir þróun stofnunarinnar.115 Fram kemur hjá Pétri að Hannes ræki starf sitt einkar vel, en þessi umsögn er gefin fyrir kennslu á æðra skólastigi þar sem nemendur hafa þurft að leggja sig fram í námi til að ná tilskildum árangri. Því er hún ef til vill ekki lýsandi fyrir kennslu Hannesar í Lærða skólanum, en þessar stofnanir voru aðskildar þó svo að þær deildu húsnæði allra fyrstu árin. Þegar þessi umsögn var gerð hafði Prestaskólinn verið fluttur yfir í Hafnarstræti 22, en það gerðist árið 1851. Loks flutti skólinn í Austurstræti 22 árið 1873.116 Matthías Jochumsson (1835-1920) var nemandi Hannesar í Lærða skól- anum og Prestaskólanum á árunum 1859-1865. Hann var góður námsmaður117 og frásögn hans um Hannes er í heildina mjög jákvæð: Séra Hannes Árnason var og „original" - enn þá fremur en þeir lærðu menn dr. Jón Þorkelsson og Gísli. I fasi og framkomu var hann svo skringilegur, að því er ekki auðvelt með orðum að lýsa. Hann var grandvar maður í öllu, og það svo mjög, að hin innri ráðvendni hans brauzt út í ytri háttum hans, í hégómlegu nostri og tærilæti, spéhræðslu, fumi og ýmsu skringilegu látbragði. Slíkt fas og vanstilli hans var þung freisting gárungunum, en hinir alvarlegri þoldu önn fyrir hann, því að allir hlutu að virða manninn. Hann hafði loðstígvél, er kalt var, og mátti aldrei sjá gróm á þeim né klæðum sínum. Hann var lesinn maður og vel heima í ýmsum greinum heimspekinnar, en þótti miður fallinn til að kenna þær greinir, sem honum bar að kenna; hafði og tamið sér betur dönsku en íslenzku og ruglaði því stundum málunum. Þegar þessi vandaði heiðursmaður tvísteig fyrir bekkjum okkar, lagði fingur á nef sér og spurði í mestu vinsemd út úr „lektíum" okkar, héldum við ætíð fyrir munninn, eins og allir hefðu tannpínu. Steinafræði hans kölluðum við „snakk“ og sjálfan hann „snakkara". Jón Olafsson hefur nýlega tekið af mér ómak og lýst nánara háttum hans. Vil ég því heldur minna á hina betri hlið séra Hannesar, sem nú er frægur fyrir hið rausnarlega „legat“ sitt. Heima fyrir var hann miklu viðfelldnari maður, og færi hann að tala um menntamál, varð hann hinn skemmtilegasti; hann átti danska konu, er svipaði til hans. Hún barst lítið á út á við, en heima, eða í fámenni, kom hún fram sem all-mikil menntakona og valkvendi. Þótti okkur séra Gunnari og fleirum tyllidagur, ef við sóttum þau heim; en spjátrungar voru þar ekki vel séðir. „Odi profanum vulgus!“ sagði séra Hannes. Bjarna rektor heyrði ég segja við danskan mann: „Pastor Arnesen er en af de faa videnskabelig dannede Mænd vi har“.118 Víst þótti Matthíasi Hannes sérkennilegur, en fræðimaður var hann og gat verið skemmtilegur í góðum hópi. „Odi profanum vulgus“ er frá Hórasi komið og merkir eitthvað á þessa leið; „Mér hugnast ekki (ómenntaður) lýður-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.