Andvari - 01.01.2009, Síða 124
122
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
ANDVARI
er hafið eða hafið hann og þessi algjöra, gráa einsemd birtist vel í ljóðinu
Götuvísu:
í múrgrárri auðn
undir mánans sigð
geng ég.
Ekkert líf,
ekkert hljóð,
ekki visnandi blað,
ekki blaktandi strá.
Ekkert
nema ég
í múrgrárri auðn
undir mánans sigð.
Og ekkert er til nema ég.
Það er ekki erfitt að fyllast innilokunarkennd yfir þessum ljóðum þar sem
ljóðmælandinn getur ekki gert sig skiljanlegan og annað fólk heyrir ekki
til hans og sér hann ekki og veit ekki að hann er til og rökrétt framhald er
spurning hans: Er ég til? Efinn og þessi spurning endurspeglast líka í því
að fyrsta og önnur persóna skiptast oft á í ljóðunum, ljóðmælandinn virðist
ávarpa sjálfan sig eins og til að skapa ópersónulegri nálgun, kljúfa sig og deila
hinu persónulega innihaldi eða færa það yfir á tilbúinn „hinn“ eða gervivið-
mælanda eins og í ljóðinu Svartlist sem lýsir því hvernig sá sem ávarpaður er
kemur inn í herbergi eða kannski grafhýsi og ljóðinu lýkur á þessum orðum:
Ei framar neinn þér flytur kulda og yl,
né flekar þína hönd til starfs og iðna.
Og veistu það, að þú ert ekki til,
og þetta, sem þú sérð, er skuggi hins liðna.
Ef enginn er eftir í heiminum, hver er það þá sem ávarpar þann nýkomna og
segir honum að hann sé ekki til?
III
í ljóðaveröld Steins eru óskýr mörk milli veruleika og fleiri skuggar á hellis-
veggnum en hjá Platon sjálfum. Ljóðið Myndlaus kallast raunar á við hellis-
myndhverfingu hans í þessum orðum: „Ó, þú og ég, sem urðum aldrei til. Eitt
andartak sem skuggi flökti um vegg birtist sú mynd, sem okkur ætluð var.“ I
ljóðabókinni Ferð án fyrirheits frá 1942 endar fyrsta ljóð bókarinnar svo: „Og
ég var aðeins til í mínu ljóði.“ Ljóðið lykst sem sagt utan um „mig“ eða „þig“
eins og hulstur úr orðum en stundum er hulstrið úr steini, stundum er hulstrið
\
A